Brýrnar gætu sópast burt og Dettifoss sorfist niður Kristján Már Unnarsson skrifar 18. ágúst 2014 19:30 Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. Jöklafræðingur segir að gera verði ráð fyrir að jökulhlaup verði það stórt að það sópi burt öllum brúm yfir Jökulsá á Fjöllum og breyti Dettifossi.For an English version of news on the volcano in Bardarbunga, click here.Jökulsárbrú á hringveginum við Grímsstaði á Fjöllum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þeir sem flogið hafa yfir Bárðarbungu síðustu sólarhringa hafa engar breytingar séð á yfirborði eldstöðvarinnar, þar virðist allt með kyrrum kjörum, og hvergi að sjá nýja sigdæld. Þeir sem sitja yfir jarðskjálftamælunum á Veðurstofunni sjá hins vegar að þar undir niðri hristist allt og nötrar. Kvika er að færast út frá Bárðarbungu, til norðausturs. Ekki sjást þó merki þess að kvikan sé á leið til yfirborðs. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, fagstjóri jarðvár á Veðurstofu, segir að kvikan sé ennþá á nokkurra kílómetra dýpi, líklega á þriggja til sjö kílómetra dýpi. Veðurstofan var áður búin að setja Bárðarbungu á gulan lit gagnvart alþjóðaflugi en í hádeginu var viðbúnaðarstigið hækkað upp í appelsínugulan lit. Þetta virðist þó ekki hafa fælt þotuumferðina frá Vatnajökli, miðað við staðsetningu flugvéla á ratsjármynd um miðjan dag. Litakóðarnir eru fimm en sá rauði er gefinn út þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið. Skjálfti sem varð síðastliðna nótt upp á fjögur stig vakti sérstakan ugg. „Þetta er mjög öflug hrina. Skjálftinn sem mældist þarna í nótt er sá stærsti síðan það gaus þarna 1996 í Gjálp. Við höfum bara fulla ástæðu til að gera ráð fyrir að þarna komi eldgos," sagði Kristín Jónsdóttir. Innanlands er mesta hættan talin stafa af hugsanlegu hamfaraflóði. En hvar kæmi það niður? Helgi Björnsson, helsti jöklasérfræðingur landsins, segir að gos í Bárðarbungu geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi; til suðurs um Grímsvötn og Skeiðarársand, til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, norður í Skjálfandafljót en einkum þó í norðaustur til Jökulsár á Fjöllum, sem nú þykir líklegusta hlaupleiðin, miðað við nýjustu staðsetningu jarðskjálfta.Helgi Björnsson jöklafræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Helgi segir að ef gos kæmi upp þar sem skjálftarnir eru núna, en þar er jökullinn um 600 metra þykkur, myndi vatnið renna til Jökulsár á Fjöllum. „Það getur orðið fimm þúsund teningsmetrar á sekúndu sem er náttúrlega firnamikið." Hann telur að hlaupið gæti orðið álíka stórt og það sem tók af brýrnar á Skeiðarársandi fyrir átján árum. Yfir Jökulsá á Fjöllum eru þrjár brýr, þar á meðal á hringveginum við Grímsstaði. Helgi kveðst reikna með að þær gætu allar farið. „Ég á alveg eins von á því að þær séu ekki hannaðar fyrir svona ofsalegt rennsli," segir Helgi. Ekki aðeins brýrnar þrjár yrðu í hættu því Jökulsá myndi flæða yfir bakka sína á stóru svæði, ógna byggð í Öxarfirði, og sjálfur Dettifoss myndu hugsanlega ekki standast áhlaupið.Ferðamenn við Dettifoss.Fréttablaðið/Vilhelm„Það myndi væntanlega sjá verulega á Dettifossi við það að fá svona vatnsgusu niður. Við þekkjum það að hann breytist stöðugt, bara við það rennsli sem nú er. Við sjáum að hann er að grafa sig hærra og hærra upp farveginn, eða fossbrúnin. Að fá slíkt flóð myndi flýta mjög fyrir því. Það myndi sjá verulega á honum." Það gæfist hins vegar góður tími til að vara fólk við því flóðbylgjan kæmi ekki strax niður. „Það er nú væntalega hálfur sólarhringur. Það tekur það langan tíma, sem betur fer, þannig að það er nú hægt að bjarga ýmsu á hálfum sólarhringi eða einum degi," sagði Helgi Björnsson. Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Hrinan í Bárðarbungu er mjög öflug og full ástæða til að gera ráð fyrir eldgosi, að mati sérfræðings Veðurstofu Íslands. Viðvörun gagnvart alþjóðaflugi var í dag sett á næstefsta stig. Jöklafræðingur segir að gera verði ráð fyrir að jökulhlaup verði það stórt að það sópi burt öllum brúm yfir Jökulsá á Fjöllum og breyti Dettifossi.For an English version of news on the volcano in Bardarbunga, click here.Jökulsárbrú á hringveginum við Grímsstaði á Fjöllum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þeir sem flogið hafa yfir Bárðarbungu síðustu sólarhringa hafa engar breytingar séð á yfirborði eldstöðvarinnar, þar virðist allt með kyrrum kjörum, og hvergi að sjá nýja sigdæld. Þeir sem sitja yfir jarðskjálftamælunum á Veðurstofunni sjá hins vegar að þar undir niðri hristist allt og nötrar. Kvika er að færast út frá Bárðarbungu, til norðausturs. Ekki sjást þó merki þess að kvikan sé á leið til yfirborðs. Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur, fagstjóri jarðvár á Veðurstofu, segir að kvikan sé ennþá á nokkurra kílómetra dýpi, líklega á þriggja til sjö kílómetra dýpi. Veðurstofan var áður búin að setja Bárðarbungu á gulan lit gagnvart alþjóðaflugi en í hádeginu var viðbúnaðarstigið hækkað upp í appelsínugulan lit. Þetta virðist þó ekki hafa fælt þotuumferðina frá Vatnajökli, miðað við staðsetningu flugvéla á ratsjármynd um miðjan dag. Litakóðarnir eru fimm en sá rauði er gefinn út þegar eldgos er yfirvofandi eða hafið. Skjálfti sem varð síðastliðna nótt upp á fjögur stig vakti sérstakan ugg. „Þetta er mjög öflug hrina. Skjálftinn sem mældist þarna í nótt er sá stærsti síðan það gaus þarna 1996 í Gjálp. Við höfum bara fulla ástæðu til að gera ráð fyrir að þarna komi eldgos," sagði Kristín Jónsdóttir. Innanlands er mesta hættan talin stafa af hugsanlegu hamfaraflóði. En hvar kæmi það niður? Helgi Björnsson, helsti jöklasérfræðingur landsins, segir að gos í Bárðarbungu geti skilað hlaupi einkum í fjóra farvegi; til suðurs um Grímsvötn og Skeiðarársand, til suðvesturs í Köldukvísl og Þórisvatn, norður í Skjálfandafljót en einkum þó í norðaustur til Jökulsár á Fjöllum, sem nú þykir líklegusta hlaupleiðin, miðað við nýjustu staðsetningu jarðskjálfta.Helgi Björnsson jöklafræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Helgi segir að ef gos kæmi upp þar sem skjálftarnir eru núna, en þar er jökullinn um 600 metra þykkur, myndi vatnið renna til Jökulsár á Fjöllum. „Það getur orðið fimm þúsund teningsmetrar á sekúndu sem er náttúrlega firnamikið." Hann telur að hlaupið gæti orðið álíka stórt og það sem tók af brýrnar á Skeiðarársandi fyrir átján árum. Yfir Jökulsá á Fjöllum eru þrjár brýr, þar á meðal á hringveginum við Grímsstaði. Helgi kveðst reikna með að þær gætu allar farið. „Ég á alveg eins von á því að þær séu ekki hannaðar fyrir svona ofsalegt rennsli," segir Helgi. Ekki aðeins brýrnar þrjár yrðu í hættu því Jökulsá myndi flæða yfir bakka sína á stóru svæði, ógna byggð í Öxarfirði, og sjálfur Dettifoss myndu hugsanlega ekki standast áhlaupið.Ferðamenn við Dettifoss.Fréttablaðið/Vilhelm„Það myndi væntanlega sjá verulega á Dettifossi við það að fá svona vatnsgusu niður. Við þekkjum það að hann breytist stöðugt, bara við það rennsli sem nú er. Við sjáum að hann er að grafa sig hærra og hærra upp farveginn, eða fossbrúnin. Að fá slíkt flóð myndi flýta mjög fyrir því. Það myndi sjá verulega á honum." Það gæfist hins vegar góður tími til að vara fólk við því flóðbylgjan kæmi ekki strax niður. „Það er nú væntalega hálfur sólarhringur. Það tekur það langan tíma, sem betur fer, þannig að það er nú hægt að bjarga ýmsu á hálfum sólarhringi eða einum degi," sagði Helgi Björnsson.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30 Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57 Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10 Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30 Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30 „Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28 Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Verður fimm stiga skjálfti rásmerki Bárðarbungu? Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu um 5 á Richter var það sem hleypti af Gjálpargosinu í Vatnajökli árð 1996. 17. ágúst 2014 12:30
Stærsti skjálftinn til þessa Jarðskjálfti upp á að minnsta kosti 3,8 stig varð í grennd við Kistufell í norð-vestanverðum Vatnajökli í nótt og er þetta sterkasti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, sem hófst um helgina. Hann fannst meðal annars á Akureyri. 18. ágúst 2014 06:57
Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50
Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37
Líklegra að jarðskjálftavirknin lognist útaf Fundur Vísindamannaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Bárðarbungu lauk á sjöunda tímanum í kvöld. 16. ágúst 2014 20:10
Líkist æ meir kvikuinnskoti sem ekki nái til yfirborðs Atburðarásin í Bárðarbungu minnir mjög á Kröfluelda, segir Páll Einarsson prófessor, og telur þetta geta verið upphafið að margra ára ferli, en segir þó minnkandi líkur á að eldgos sé yfirvofandi. 17. ágúst 2014 19:30
Bárðarbunga gæti valdið hamförum við Dettifoss Almannavarnir lýstu í dag yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu sem staðið hefur yfir í Bárðarbungu frá því í nótt. Kvika er talin vera á hreyfingu í eldstöðinni. 16. ágúst 2014 19:30
„Eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands“ Aukinn viðbúnaður er á Veðurstofunni vegna mikillar skjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Athuganir gefa til kynna að um kvikuhreyfingar séu að ræða. 16. ágúst 2014 16:28
Komin á gulan lit fyrir alþjóðaflug Veðurstofan hefur sent út viðvörun til alþjóðaflugsins vegna þeirrar óvissu sem nú er í Bárðarbungu. 17. ágúst 2014 11:30