Bernhard Langer sigrar enn á ný á öldungamótaröðinni 20. ágúst 2014 07:30 Bernhard Langer hefur verið frábær í ár. Getty Bernhard Langer sigraði á sínu fjórða móti á árinu á bandarísku öldungamótaröðinni en hann lék best allra á Opna Dick's Sporting Goods mótinu sem kláraðist um helgina. Hann lék hringina þrjá á En-Joie vellinum á 18 höggum undir pari en Woody Austin og Mark O'Meara deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Langer hefur unnið á 23 öldungamótum á ferlinum en í mótinu um helgina lék hann gallalaust golf og fékk ekki einn einasta skolla. Spilamennska Langer hefur vakið mikla athygli í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í 15 mótum af 16 á öldungamótaröðinni. Þá var hann í toppbaráttunni á Masters fyrr á árinu og telja margir að að Langer eigi að vera í Ryderliði Evrópu í haust. Ryder-fyrirliði evrópska liðsins, Paul McGilnley, hefur gefið það út að það sé ekki útilokað að hann velji kylfing af öldungamótaröðinni í liðið en á henni eru vellirnir styttri og keppnisdagarnir aðeins þrír. Hann segir þó að það sé mjög ólíklegt enda séu margir góðir kylfingar af Evrópumótaröðinni sjálfri sem hann sé að hugsa um sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti í liðinu nú þegar. Langer hefur sjálfur gefið út að hann sé nógu góður til þess að berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna á Gleneagles í haust en hann er svo sannarlega að gefa McGinley eitthvað til þess að hugsa um þessa dagana með frammistöðu sinni á golfvellinum. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bernhard Langer sigraði á sínu fjórða móti á árinu á bandarísku öldungamótaröðinni en hann lék best allra á Opna Dick's Sporting Goods mótinu sem kláraðist um helgina. Hann lék hringina þrjá á En-Joie vellinum á 18 höggum undir pari en Woody Austin og Mark O'Meara deildu öðru sætinu á 17 höggum undir pari. Langer hefur unnið á 23 öldungamótum á ferlinum en í mótinu um helgina lék hann gallalaust golf og fékk ekki einn einasta skolla. Spilamennska Langer hefur vakið mikla athygli í ár en hann hefur endað meðal tíu efstu manna í 15 mótum af 16 á öldungamótaröðinni. Þá var hann í toppbaráttunni á Masters fyrr á árinu og telja margir að að Langer eigi að vera í Ryderliði Evrópu í haust. Ryder-fyrirliði evrópska liðsins, Paul McGilnley, hefur gefið það út að það sé ekki útilokað að hann velji kylfing af öldungamótaröðinni í liðið en á henni eru vellirnir styttri og keppnisdagarnir aðeins þrír. Hann segir þó að það sé mjög ólíklegt enda séu margir góðir kylfingar af Evrópumótaröðinni sjálfri sem hann sé að hugsa um sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti í liðinu nú þegar. Langer hefur sjálfur gefið út að hann sé nógu góður til þess að berjast við bestu kylfinga Bandaríkjanna á Gleneagles í haust en hann er svo sannarlega að gefa McGinley eitthvað til þess að hugsa um þessa dagana með frammistöðu sinni á golfvellinum.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira