Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2014 13:41 Fallegar bleikjur í hrygningarham í Þingvallavatni Þegar gengið er eftir bökkum Þingvallavatns sjást víða torfur af bleikju sem eru farnar að hrygna og leikurinn sem þar á sér stað er oft ótrúlegur að sjá. Þetta má sjá á mörgum stöðum sérstaklega í Þjóðgarðinum þar sem bleikjurnar ganga inn víkurnar á grynnra vatn til að hrygna. Á björtum dögum eins og í dag má sjá þetta vel með berum augum og það þarf engin polaroid gleraugu til að taka speglun af vatninu því þær eru svo nálægt landi. Á myndunum sem voru teknar í morgun má sjá nokkrar bleikjur sem voru í darraðardansi hrygningar aðeins 2-3 metra frá landi á rétt um meters dýpi. Þarna voru stórir hængar á að giska 6-7 pund að slást um hrygnurnar og yfirráðasvæði. Það er nokkuð auðvelt að skjóta á stærð þessara hænga því ein hrygna féll fyrir flugu veiðimanna og var hún 4 pund og mun minni en hængarnir. Fiskurinn tekur illa þessa dagana á meðan á hrygningunni stendur og er ekki talinn góður matfiskur svo flestir sem eru upp við vatnið sleppa þeim hryngingarfiski sem þeir ná. Það er vel bíltúrsins virði að keyra upp að Þingvallavatni, labba eftir bökkunum í þjóðgarðinum og horfa á tilhugalífið hjá þessum fallega fisk. Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Ásgarður að koma sterkur inn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði
Þegar gengið er eftir bökkum Þingvallavatns sjást víða torfur af bleikju sem eru farnar að hrygna og leikurinn sem þar á sér stað er oft ótrúlegur að sjá. Þetta má sjá á mörgum stöðum sérstaklega í Þjóðgarðinum þar sem bleikjurnar ganga inn víkurnar á grynnra vatn til að hrygna. Á björtum dögum eins og í dag má sjá þetta vel með berum augum og það þarf engin polaroid gleraugu til að taka speglun af vatninu því þær eru svo nálægt landi. Á myndunum sem voru teknar í morgun má sjá nokkrar bleikjur sem voru í darraðardansi hrygningar aðeins 2-3 metra frá landi á rétt um meters dýpi. Þarna voru stórir hængar á að giska 6-7 pund að slást um hrygnurnar og yfirráðasvæði. Það er nokkuð auðvelt að skjóta á stærð þessara hænga því ein hrygna féll fyrir flugu veiðimanna og var hún 4 pund og mun minni en hængarnir. Fiskurinn tekur illa þessa dagana á meðan á hrygningunni stendur og er ekki talinn góður matfiskur svo flestir sem eru upp við vatnið sleppa þeim hryngingarfiski sem þeir ná. Það er vel bíltúrsins virði að keyra upp að Þingvallavatni, labba eftir bökkunum í þjóðgarðinum og horfa á tilhugalífið hjá þessum fallega fisk.
Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Ásgarður að koma sterkur inn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði