Sá blautasti í Reykjavík í 30 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2014 15:15 Ferðamenn í Reykjavík í júlí voru ekkert sérstaklega heppnir með veðrið. Vísir/Daníel Júlímánuður var sá úrkomumesti í 30 ár í Reykjavík en sá hlýjasti í 140 ár í Grímsey. Mesti hitinn mældist á Húsavík 23. júlí eða 23,3 stig. Lægsti hitinn var á Gagnheiði 31. júlí eða -1,1 stig. Sólskinstundir hafa ekki verið færri í höfuðborginni í 25 ár. Júlímánuður var mjög votviðrasamur um mestallt land. Sérstaklega lítið var um þurrka um landið vestan- og sunnanvert og þar var einnig sólarlítið. Kalt var í byrjun mánaðarins og einnig voru tveir síðustu dagarnir kaldir. Að öðru leyti var hlýtt um land allt, hlýjast við norðurströndina sem og á mestöllu Norðaustur- og Austurlandi. Í Grímsey var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga 1874 og jafnhlýr og hlýjasti ágústmánuðurinn þar (1939). Þetta var þriðji hlýjasti júlímánuður allra tíma á Teigarhorni en þar hófust mælingar 1872. Þetta kemur fram í frétt á Veðurstofu Íslands.Vel viðraði á gesti á Akureyri um helgina.Vísir/Andri MarinóHlýrra norðan heiða en sunnan Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,8 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti júlímánaðar 1,4 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig sem er 2,7 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 1,1 stigi ofan meðallags síðustu 10 ára. Þetta er 9. hlýjasti júlí frá upphafi samfelldra mælinga á Akureyri 1881. Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá hér að neðan. Meðalhita í júlí 2014 á völdum veðurstöðvum, ásamt viki frá meðalhita 1961 til 1990 og 2004 til 2013 má sjá á vef Veðurstofunnar. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Torfum í Eyjafirði, 12,8 stig, en lægstur var hann á Brúarjökli, 3,6 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur í Seley, 7,9 stig. Sé miðað við síðustu tíu ár var meðalhitinn að tiltölu hæstur á Rauðanúpi, 2,1 stigi yfir meðallagi, en lægstur var hann að tiltölu á Seljalandsdal, -1,4 stigum undir meðallagi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 23,3 stig á Húsavík þann 23. Hæsti hiti mánaðarins á mannaðri stöð mældist sama dag í Miðfjarðarnesi, 22,2 stig. Lægsti hiti á landinu mældist -1,1 stig á Gagnheiði þann 31. Frost mældist ekki í byggð í mánuðinum en lægstur var hitinn við Mývatn þann 31., 0,8 stig. Á mönnuðum stöðvum mældist hitinn lægstur í Litlu-Ávík, 2,5 stig, þann 7.Vísir/DaníelÚrkomusamur júlí um allt land Mánuðurinn var úrkomusamur, víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið og sums staðar hefur úrkoma aldrei verið meiri í júlí. Í Reykjavík mældist úrkoman 89,3 mm og hefur ekki mælst meiri í júlí síðan 1984 eða í 30 ár. Þetta er um 70 prósent umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman nú 73,1 mm. Það er meira en tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í júlí á Akureyri síðan 1943. Í Stykkishólmi mældist úrkoman í júlí 66,9 mm og er það um 60 prósent umfram meðallag, það mesta í júlí frá 1984 eins og í Reykjavík. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist úrkoman 181,6 mm og er það aðeins rétt tæplega tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar og hefur ekki mælst meiri síðan 1990. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 174,9 mm, það er með meira móti. Ámóta úrkoma mældist síðast í júlí 2010. Úrkoma mældist 1 mm eða meiri 16 daga í Reykjavík. Það er sex dögum umfram meðallag. Svo margir hafa þeir ekki orðið í Reykjavík í júlí síðan 1964. Úrkoma mældist 1 mm eða meiri 15 daga á Akureyri, það er sjö dögum yfir meðallagi og hafa aldrei verið jafnmargir eða fleiri í júlí frá upphafi mælinga þar.Þessir ferðamenn þurftu að tjalda í rigningu í Laugardalnum í sumar.Sólskinsstundafjöldi ekki minni í Reykjavík í 25 ár Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 116,4 og er það 55 stundum undir meðallagi sé miðað við 1961 til 1990 en 88 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundir hafa ekki verið færri í júlí í Reykjavík síðan 1989. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 120,2, það er 38 stundum færri en að meðaltali áranna 1961 til 1990, en 65 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundirnar voru enn færri á Akureyri í júlí í fyrra heldur en nú. Veður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Júlímánuður var sá úrkomumesti í 30 ár í Reykjavík en sá hlýjasti í 140 ár í Grímsey. Mesti hitinn mældist á Húsavík 23. júlí eða 23,3 stig. Lægsti hitinn var á Gagnheiði 31. júlí eða -1,1 stig. Sólskinstundir hafa ekki verið færri í höfuðborginni í 25 ár. Júlímánuður var mjög votviðrasamur um mestallt land. Sérstaklega lítið var um þurrka um landið vestan- og sunnanvert og þar var einnig sólarlítið. Kalt var í byrjun mánaðarins og einnig voru tveir síðustu dagarnir kaldir. Að öðru leyti var hlýtt um land allt, hlýjast við norðurströndina sem og á mestöllu Norðaustur- og Austurlandi. Í Grímsey var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga 1874 og jafnhlýr og hlýjasti ágústmánuðurinn þar (1939). Þetta var þriðji hlýjasti júlímánuður allra tíma á Teigarhorni en þar hófust mælingar 1872. Þetta kemur fram í frétt á Veðurstofu Íslands.Vel viðraði á gesti á Akureyri um helgina.Vísir/Andri MarinóHlýrra norðan heiða en sunnan Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,8 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti júlímánaðar 1,4 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig sem er 2,7 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 1,1 stigi ofan meðallags síðustu 10 ára. Þetta er 9. hlýjasti júlí frá upphafi samfelldra mælinga á Akureyri 1881. Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá hér að neðan. Meðalhita í júlí 2014 á völdum veðurstöðvum, ásamt viki frá meðalhita 1961 til 1990 og 2004 til 2013 má sjá á vef Veðurstofunnar. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Torfum í Eyjafirði, 12,8 stig, en lægstur var hann á Brúarjökli, 3,6 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur í Seley, 7,9 stig. Sé miðað við síðustu tíu ár var meðalhitinn að tiltölu hæstur á Rauðanúpi, 2,1 stigi yfir meðallagi, en lægstur var hann að tiltölu á Seljalandsdal, -1,4 stigum undir meðallagi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 23,3 stig á Húsavík þann 23. Hæsti hiti mánaðarins á mannaðri stöð mældist sama dag í Miðfjarðarnesi, 22,2 stig. Lægsti hiti á landinu mældist -1,1 stig á Gagnheiði þann 31. Frost mældist ekki í byggð í mánuðinum en lægstur var hitinn við Mývatn þann 31., 0,8 stig. Á mönnuðum stöðvum mældist hitinn lægstur í Litlu-Ávík, 2,5 stig, þann 7.Vísir/DaníelÚrkomusamur júlí um allt land Mánuðurinn var úrkomusamur, víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið og sums staðar hefur úrkoma aldrei verið meiri í júlí. Í Reykjavík mældist úrkoman 89,3 mm og hefur ekki mælst meiri í júlí síðan 1984 eða í 30 ár. Þetta er um 70 prósent umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman nú 73,1 mm. Það er meira en tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í júlí á Akureyri síðan 1943. Í Stykkishólmi mældist úrkoman í júlí 66,9 mm og er það um 60 prósent umfram meðallag, það mesta í júlí frá 1984 eins og í Reykjavík. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist úrkoman 181,6 mm og er það aðeins rétt tæplega tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar og hefur ekki mælst meiri síðan 1990. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 174,9 mm, það er með meira móti. Ámóta úrkoma mældist síðast í júlí 2010. Úrkoma mældist 1 mm eða meiri 16 daga í Reykjavík. Það er sex dögum umfram meðallag. Svo margir hafa þeir ekki orðið í Reykjavík í júlí síðan 1964. Úrkoma mældist 1 mm eða meiri 15 daga á Akureyri, það er sjö dögum yfir meðallagi og hafa aldrei verið jafnmargir eða fleiri í júlí frá upphafi mælinga þar.Þessir ferðamenn þurftu að tjalda í rigningu í Laugardalnum í sumar.Sólskinsstundafjöldi ekki minni í Reykjavík í 25 ár Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 116,4 og er það 55 stundum undir meðallagi sé miðað við 1961 til 1990 en 88 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundir hafa ekki verið færri í júlí í Reykjavík síðan 1989. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 120,2, það er 38 stundum færri en að meðaltali áranna 1961 til 1990, en 65 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundirnar voru enn færri á Akureyri í júlí í fyrra heldur en nú.
Veður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira