48 laxar veiddust fyrir hádegi í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2014 15:25 Ytri Rangá er loksins komin í gang en í morgun veiddust 48 laxar Það er alveg óhætt að segja að það sé kominn góður kippur í veiðina í Ytri Rangá og það sést auðvitað best á hækkandi veiðitölum. Á morgunvaktinni í dag komu 48 laxar á land og var mikið líf á öllum svæðum enda virðast göngurnar loksins vera farnar að skila sér af fullum krafti í ánna. Hækkandi hlutfall smálaxa er einnig mikið ánægjuefni sem sýnir að sá stofn sem alin er upp í ánni virðist ekki hafa lent í sambærilegum afföllum og laxinn á vesturlandi svo dæmi séu tekin. Það hefur ekki verið full nýting á stöngunum svo heildarveiði á stöng er mun betri en ætla mætti og sumar stangir veiða meira en aðrar eins og gerist og gengur. Hópurinn sem er við veiðar núna hættir á hádegi á morgun en forsvarsmaður hópsins tekur þá á móti næsta hóp og verður áin þess vegna hvíld að þeirra frumkvæði eftir hádegi svo veiðitölur dagsins á morgun verða ekki nema helmingur af því sem þær gætu orðið. Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Laxar að sýna sig í Laxá í Leirársveit Veiði
Það er alveg óhætt að segja að það sé kominn góður kippur í veiðina í Ytri Rangá og það sést auðvitað best á hækkandi veiðitölum. Á morgunvaktinni í dag komu 48 laxar á land og var mikið líf á öllum svæðum enda virðast göngurnar loksins vera farnar að skila sér af fullum krafti í ánna. Hækkandi hlutfall smálaxa er einnig mikið ánægjuefni sem sýnir að sá stofn sem alin er upp í ánni virðist ekki hafa lent í sambærilegum afföllum og laxinn á vesturlandi svo dæmi séu tekin. Það hefur ekki verið full nýting á stöngunum svo heildarveiði á stöng er mun betri en ætla mætti og sumar stangir veiða meira en aðrar eins og gerist og gengur. Hópurinn sem er við veiðar núna hættir á hádegi á morgun en forsvarsmaður hópsins tekur þá á móti næsta hóp og verður áin þess vegna hvíld að þeirra frumkvæði eftir hádegi svo veiðitölur dagsins á morgun verða ekki nema helmingur af því sem þær gætu orðið.
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Laxar að sýna sig í Laxá í Leirársveit Veiði