Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR var eini íslenski keppandinn á Öðrum keppnisdegi á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í Eindhoven í Hollandi en hún keppti þá í tveimur greinum.
Thelma varð fimmta í 50 metra flugsundi og sjöunda í 100 metra bringusundi. Hún hafði áður náð bronsverðlaunum í 400 metra skriðsundi.
Thelma kom í mark á 2:04,47 mínútum í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi svo að Íslandsmet hennar stendur enn óhaggað en það er 2:03,17 mínútur. Thelma bætti aftur á móti Íslandsmetið í 50 metra flugsundi þegar hún kom fimmta í mark á 47,73 sekúndum. Gamla metið sem hún átti sjálf var 47,95 sekúndur.
Thelma Björg keppir í 50 metra skriðsundi á morgun en þá keppa þau Jón Margeir Sverrisson, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir öll í 100 metra bringusundi.
Thelma Björg bætti Íslandsmetið sitt
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn




„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

