Útilokar ekki að velja Tiger í Ryder-liðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. ágúst 2014 21:30 Tiger Woods fékk tak í bakið eftir þetta högg á annarri braut á Firestone-vellinum. vísir/getty Tom Watson, fimmfaldur sigurvegari á opna breska meistaramótinu og fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna í ár, segir að meiðsli Tigers Woods um helgina boði ekki gott fyrir Ryder-bikarinn í ár. Keppnin fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september, og er nú orðið ansi tæpt að Tiger Woods verði á meðal keppenda. Tiger er langt frá því að komast í liðið á stigum, en hann er í 69. sæti á stigalista bandaríska liðsins. Níu efstu komast sjálfkrafa í liðið en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. „Ég vel Tiger ef hann er heill og að spila vel. Þetta lítur ekki vel út núna,“ segir Watson, en Tiger hætti leik á lokadegi WCG Bridgestone-mótsins á sunnudaginn vegna meiðsla. Tiger meiddist á ný í baki eftir erfitt högg á annarri braut og var sársaukinn að gera út af við hann á níundu braut. Þar haltraði hann af velli og var keyrður á golfbíl út á bílastæði. PGA-meistaramótið hefst á fimmtudaginn og vonast Watson til þess að Tiger verði með þar. „Vonandi eru meiðslin ekki alvarleg þannig hann geti spilað á PGA-meistaramótinu,“ segir Tom Watson. Tiger hætti við blaðamannafund í dag þar sem talið var að hann ætlaði að upplýsa hvort hann yrði með á Valhalla-vellinum um helgina. Umboðsmaður hans sagði svo í sms-skilaboðum til blaðamanns ESPN að of snemmt væri að segja hvort hann verður með eða ekki. Það ræðst væntanlega á morgun. Golf Tengdar fréttir Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tom Watson, fimmfaldur sigurvegari á opna breska meistaramótinu og fyrirliði Ryder-liðs Bandaríkjanna í ár, segir að meiðsli Tigers Woods um helgina boði ekki gott fyrir Ryder-bikarinn í ár. Keppnin fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi í lok september, og er nú orðið ansi tæpt að Tiger Woods verði á meðal keppenda. Tiger er langt frá því að komast í liðið á stigum, en hann er í 69. sæti á stigalista bandaríska liðsins. Níu efstu komast sjálfkrafa í liðið en Tom Watson velur svo þrjá sem fyrirliði. „Ég vel Tiger ef hann er heill og að spila vel. Þetta lítur ekki vel út núna,“ segir Watson, en Tiger hætti leik á lokadegi WCG Bridgestone-mótsins á sunnudaginn vegna meiðsla. Tiger meiddist á ný í baki eftir erfitt högg á annarri braut og var sársaukinn að gera út af við hann á níundu braut. Þar haltraði hann af velli og var keyrður á golfbíl út á bílastæði. PGA-meistaramótið hefst á fimmtudaginn og vonast Watson til þess að Tiger verði með þar. „Vonandi eru meiðslin ekki alvarleg þannig hann geti spilað á PGA-meistaramótinu,“ segir Tom Watson. Tiger hætti við blaðamannafund í dag þar sem talið var að hann ætlaði að upplýsa hvort hann yrði með á Valhalla-vellinum um helgina. Umboðsmaður hans sagði svo í sms-skilaboðum til blaðamanns ESPN að of snemmt væri að segja hvort hann verður með eða ekki. Það ræðst væntanlega á morgun.
Golf Tengdar fréttir Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aðeins Tiger unnið stórmót efstur á heimslistanum frá 1992 Rory McIlroy tyllti sér á topp heimslistans í golfi um helgina þegar hann vann Bridgestone Invitational mótið í Bandaríkjunum. En er það eitthvað sem Norður-Írinn á að fagna? 4. ágúst 2014 22:15