Jaguar kaupir safn 543 breskra fornbíla Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 15:15 Hið ótrúlega stóra safn tannlæknisins James Hull er nú komið í eigu Jaguar. Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover gerði sér lítið fyrir nýlega og keypti eitt stærsta bílasafn eldri bíla af forföllnum bílasafnara. Þetta safn inniheldur aðeins breska bíla frá fyrri árum, þar á meðal 130 Jaguar bíla, en einnig Austin bíl sem Winston Churchill átti forðum og Bentley sem var í eigu Elton John. Það er sérstök deild innan Jaguar Land Rover, svokölluð Special Operations, sem keypti safnið og sér um að varðveita það og nýta það til að halda uppá arfleifð þessa rótgróna breska sportbílaframleiðanda. Safnið átti vel stæður tannlæknir Safnið verður staðsett í Browns Lane í Coventry borg. Seljandi safnsins er afar vel stæður tannlæknir, James Hull að nafni sem rekur einar 50 tannlæknastofur um allt Bretland. Hann var að eigin sögn einkar kátur með að finna svo ábyrgan kaupanda af safni sínu og með því sé lífsstarf hans vel varðveitt í fyrirsjáanlegri framtíð. Jaguar ætlar ekki að búta safnið niður heldur hafa það allt á einum stað. Það verð sem James Hull setti upp fyrir safn sitt var 19,5 milljarðar króna, en sögur herma að Jaguar hafi ekki rétt fram alla þá upphæð, enda vakti það helst fyrir eigandanum að koma því í sem ábyrgastar hendur. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent
Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover gerði sér lítið fyrir nýlega og keypti eitt stærsta bílasafn eldri bíla af forföllnum bílasafnara. Þetta safn inniheldur aðeins breska bíla frá fyrri árum, þar á meðal 130 Jaguar bíla, en einnig Austin bíl sem Winston Churchill átti forðum og Bentley sem var í eigu Elton John. Það er sérstök deild innan Jaguar Land Rover, svokölluð Special Operations, sem keypti safnið og sér um að varðveita það og nýta það til að halda uppá arfleifð þessa rótgróna breska sportbílaframleiðanda. Safnið átti vel stæður tannlæknir Safnið verður staðsett í Browns Lane í Coventry borg. Seljandi safnsins er afar vel stæður tannlæknir, James Hull að nafni sem rekur einar 50 tannlæknastofur um allt Bretland. Hann var að eigin sögn einkar kátur með að finna svo ábyrgan kaupanda af safni sínu og með því sé lífsstarf hans vel varðveitt í fyrirsjáanlegri framtíð. Jaguar ætlar ekki að búta safnið niður heldur hafa það allt á einum stað. Það verð sem James Hull setti upp fyrir safn sitt var 19,5 milljarðar króna, en sögur herma að Jaguar hafi ekki rétt fram alla þá upphæð, enda vakti það helst fyrir eigandanum að koma því í sem ábyrgastar hendur.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent