507 BMW-inn hans Elvis Presley gerður upp Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 16:30 BMW-inn hans Elvis er nú illa farinn en hann verður gerður upp. Bílar og frægt fólk eru í mörgum tilfellum tengd órjúfanlegum böndum. Bílar eru svo stór hluti glamúrsins sem fylgir frægu fólki og hafa verið það nánast frá upphafi. En það er ekki síður merkilegt að við tengjum ákveðnar gerðir af bílum við frægt fólk. Við sjáum til dæmis þekkta rappara fyrir okkur á nýjum Bentley og fótboltakappa á nýjum Range Rover. Konungur rokksins, flestir sæu hann sennilega fyrir sér á risastórum Caddilac fleka, en staðreyndin er sú að hann átti þýskan eðalvagn af BMW gerð. Reyndar var bíllinn hans Elvis Presley ekkert slor. Hann átti nefnilega BMW 507 blæjubíl, eða roadster, eins og þeir voru kallaðir en bílinn eignaðist hann þegar hann sinnti herskyldu í Þýskalandi. Breytti litnum vegna varalitaskrifa ungmeyjaBíllinn er 1957 árgerð og keypti Elvis hann notaðan í Þýskalandi. Upprunalega var bíllinn víst hvítur en Elvis var orðin svo leiður á því að konur skrifuðu símanúmerin sín á bílinn með rauðum varalit að eina lausnin var að mála bílinn hreinlega rauðan. Hvað sem öðru líður þá er þessi frækni bíll nú að fara í uppgerð hjá BMW safninu í Munchen. Bíllinn verður sýndur í núverandi ástandi fram til 10. ágúst þannig að Íslendingar sem eru á ferð í kringum Munchen á því tímabili ættu endilega að slá tvær flugur í einu höggi, kynnast hinu merka BMW safni og berja þennan grip hans Elvis Presley augum. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent
Bílar og frægt fólk eru í mörgum tilfellum tengd órjúfanlegum böndum. Bílar eru svo stór hluti glamúrsins sem fylgir frægu fólki og hafa verið það nánast frá upphafi. En það er ekki síður merkilegt að við tengjum ákveðnar gerðir af bílum við frægt fólk. Við sjáum til dæmis þekkta rappara fyrir okkur á nýjum Bentley og fótboltakappa á nýjum Range Rover. Konungur rokksins, flestir sæu hann sennilega fyrir sér á risastórum Caddilac fleka, en staðreyndin er sú að hann átti þýskan eðalvagn af BMW gerð. Reyndar var bíllinn hans Elvis Presley ekkert slor. Hann átti nefnilega BMW 507 blæjubíl, eða roadster, eins og þeir voru kallaðir en bílinn eignaðist hann þegar hann sinnti herskyldu í Þýskalandi. Breytti litnum vegna varalitaskrifa ungmeyjaBíllinn er 1957 árgerð og keypti Elvis hann notaðan í Þýskalandi. Upprunalega var bíllinn víst hvítur en Elvis var orðin svo leiður á því að konur skrifuðu símanúmerin sín á bílinn með rauðum varalit að eina lausnin var að mála bílinn hreinlega rauðan. Hvað sem öðru líður þá er þessi frækni bíll nú að fara í uppgerð hjá BMW safninu í Munchen. Bíllinn verður sýndur í núverandi ástandi fram til 10. ágúst þannig að Íslendingar sem eru á ferð í kringum Munchen á því tímabili ættu endilega að slá tvær flugur í einu höggi, kynnast hinu merka BMW safni og berja þennan grip hans Elvis Presley augum.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent