Rétt sleppur við tundurskeyti Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2014 12:38 Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Þær eru margar birtingamyndirnar á átökunum í Úkraínu þessa dagana. Honum hefur væntanlega brugðið nokkuð þessum ökumanni er tundurskeyti springur rétt fyrir framan bíl hans á ferð sinni á úkraínskum þjóðvegi. Hann getur þó verið feginn að vera ekki sekúndu fyrr í för. Eitthvað hefur miðið klikkað hjá þeim sem skutu skeytinu, nema meiningin hafi verið að loka veginum með heljarinnar gíg. Þó að Lada bíll ökumannsins hafi steypst ofaní gíginn sem myndaðist fór ekki verr en svo að hann rotaðist en slasaðist ekkert. Í myndskeiðinu sést hvernig vegurinn tætist upp fyrir framan bílinn og sekúndu síðar lendir hann í gígnum en fær áður yfir sig heilmikið malbik og jarðveg. Heimildir herma að tundurskeytið hafi komið frá átökum stríðandi fylkinga kringum borgina Donetsk.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent