Fyrsti rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 11:45 Mitsubishi Outlander OHEV er stór og mikill bíll, en samt afar hagkvæmur í rekstri. Vísir/Stefán Reynsluakstur - Mitsubishi Outlander PHEV Það hefur ekki verið mikið að frétta frá Mitsubishi síðustu misserin og hefur það endurspeglast í lítilli sölu Mitsubishi bíla hérlendis. Það gæti þó verið að breytast með tilkomu nýjasta bílsins frá japanska framleiðandanum, Mitsubishi Outlander PHEV. Hann er fyrsti rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn að sögn Heklu, söluumboðs Mitsubishi. Hér er á ferð tvinnbíll sem hlaða má heima hjá sér og fer flestra sinna ferða innanbæjar á rafmagninu eingöngu. Það er ekki fyrr en farið er í lengri ferðir sem þessi bíll tekur í pyngju eigenda sinna og brennir eldsneyti. Hann er þó með ágætri bensínvél og verður alls ekki vélarvana þegar rafmagnið þrýtur og hefur samtals heilmikla drægni ef fara á langt, reyndar alveg 800 km drægni. Það er líka óhætt flutningsgetunnar vegna að fara á þessum stóra jepplingi í lengri ferðir og þægindin við að umgangast bílinn eykur á ánægjuna. Mitsubishi Outlander PHEV var tekinn til kostanna í næstum heila viku um daginn og það var með heilmikilli eftirsjá sem honum var skilað, en hans hafði þá meðal annars verið notið í tveimur lengri ferðum um suðurlandið. Aldrei fór eyðsla hans yfir 7 lítra á hundraðið og var reyndar nær 6 lítrunum í lengri ferðunum. Þegar honum var ekið innanbæjar ók hann eingöngu á rafmagni og var því afar ódýr í rekstri.Mjúkar línur leika um bílinn, en hönnunin telst seint djörf.Hefur um 40 km drægni á rafmagninuVið allra bestu aðstæður fer bíllinn 50 km á rafmagninu einu saman en í reynsluakstri dugði það um það bil 40 kílómetra og slík drægni verður til þess að fáa daga þarf hann að skipta yfir í brunavélina. Þetta krefst þess að ökumaður þarf að muna eftir því að stinga bílnum í samband við rafmagn í lok hvers dags, en það er aðeins 10-15 sekúndna aðgerð og líklega er tímafrekara að renna við á bensínstöð vikulega og eyða nokkrum mínútum í áfyllingu þar. Eitt það besta við þennan bíl er að hann sameinar hæfan fjórhjóladrifsbíl sem hentar vel íslenskum aðstæðum og rafmagnsbíl sem ódýrt er að reka. Hann kostar þó meira en hefðbundin gerð Mitsubishi Outlander og munar 1.400.000 kr. á ódýrustu útgáfu Outlander með tveggja lítra bensínvél og kostar 5.290.000 kr. Sá bíll er reyndar beinskiptur, en PHEV tvinnbíllinn er sjálfskiptur og betur búinn að öllu leiti og því eiginlega ekki sanngjarnt að bera þá saman. PHEV bíllinn getur hinsvegar sparað eigendum sínum 300.000 kr. á ári í eldsneytiskostnað ef eknir eru 20.000 km á ári og því er hann ekki mörg ár að borga upp mismuninn í kaupverði.Gott er að umgangast bílinn að innan og þar er hann nokkuð laglegur.Stór bíll með mikið flutningsrýmiÚtlitslega slær Outlander PHEV engin fegurðarmet og er hann frekar línulaus og útbólginn og stórir hurðarfletirnir gefa honum ekki mikinn karakter. Mitsubishi fer sannarlega mjög hófstillta leið með ytri hönnuninni og djörfungin er lítil. Að innan er hann þó hinn laglegasti, stílhreinn og vandað er greinilega til verks. Sætin eru þægileg og mælaborð skilvirkt og laglegt. Í stað snúningshraðamælis vinstra megin er mælir sem sýnir hversu mikið er tekið af rafhleðslunni eða hvort hlaðið er inná kerfið. Hann hleður ávallt örlitlu rafmagni inná rafgeymana til að eiga eitthvað inni ef gefið er hressilega inn og einnig þegar fríhjólað er og farið niður brekkur. Þannig nýtir hann alla kínetíska orku og verður eyðslugrennri og umhverfisvænni fyrir vikið. Forvitnilegt er að fylgjast með þessu kerfi og gaman að sjá hvernig hann hleður frá lítilli inneign í rafgeymunum og uppí nokkra kílómetra ef farið er niður langa brekku. Hægt er þó að velja um hvort bílinn hlaða meira inná geymana með stjórntökkum. Sætin eru góð í bílnum og rými fyrir aftursætisfarþega er mjög mikið. Flutningsrými er einnig mjög gott og bíllinn því góður ferðabíll. Sjálfskiptingarhnúður bílsins er sérstakur og hnikar ökumaður honum til hliðar og upp eða niður eftir því hvort fara á áfram eða afturábak. Þetta virkar skrítið í fyrstu en venst einkar vel. Þetta er ósvipað í rafmagnbílunum Nissan leaf og Toyota Prius og virðist í tísku í þessháttar bílum.Með bakkmyndavél og fullt af öðrum staðalbúnaði.Einstök viðbót í jepplingaflórunniAkstur Outlander PHEV er allur hinn ágætasti, en þar sem hann er 200 þyngri en venjulegur Outlander er hann ekki eins lipur og fyrir þessari þyngd finnst. Bíllinn er 1.850 kíló. Fyrir vikið er hann ekki meðal allra lipurstu bílum í innanbæjarakstri en hann er ferlega ljúfur á langkeyrslu og fjöðrunin hreint ágæt. Bíllinn er enginn letingi með sín 200 hestöfl, en hann missir þó aðeins afl ef rafmagn er ekki til staðar en bensínvélin orkar 150 hestöfl. Fyrir svona þungan og stóran bíl er alls ekki slæmt að ná honum í 100 km hraða á 11 sekúndum. Outlander PHEV getur dregið 1.500 kg þungan farm og meira ef hann tengist bremsubúnaði bílsins. Þessi bíll er hin flottasta viðbót við þá jepplingakosti sem hægt er að velja um nú og sá eini sem dags daglega er hægt að reka með svo til engum kostnaði og verði hans er stillt í hóf. Hann er einnig fær um að fara á ótroðnari slóðir og hinn ágætasti torfærubíll. Slíkir bílar eru ekki á hverju strái.Kostir: Rúmgóður, lág eyðsla, vel heppnuð drifrásÓkostir: Fyrir þyngd bílsins finnst í akstri 2,0 l. bensínvél, 200 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 1,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 44 g/km CO2 Hröðun: 11 sek. Hámarkshraði: 170 km/klst Verð: Frá 6.690.000 kr. Umboð: HeklaStórt skottrými og þægilega stórt skottop eru meðal margra kosta bílsins.Rafmagnsbíll en líka með vel öfluga brunavél. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Reynsluakstur - Mitsubishi Outlander PHEV Það hefur ekki verið mikið að frétta frá Mitsubishi síðustu misserin og hefur það endurspeglast í lítilli sölu Mitsubishi bíla hérlendis. Það gæti þó verið að breytast með tilkomu nýjasta bílsins frá japanska framleiðandanum, Mitsubishi Outlander PHEV. Hann er fyrsti rafknúni fjórhjóladrifsbíllinn að sögn Heklu, söluumboðs Mitsubishi. Hér er á ferð tvinnbíll sem hlaða má heima hjá sér og fer flestra sinna ferða innanbæjar á rafmagninu eingöngu. Það er ekki fyrr en farið er í lengri ferðir sem þessi bíll tekur í pyngju eigenda sinna og brennir eldsneyti. Hann er þó með ágætri bensínvél og verður alls ekki vélarvana þegar rafmagnið þrýtur og hefur samtals heilmikla drægni ef fara á langt, reyndar alveg 800 km drægni. Það er líka óhætt flutningsgetunnar vegna að fara á þessum stóra jepplingi í lengri ferðir og þægindin við að umgangast bílinn eykur á ánægjuna. Mitsubishi Outlander PHEV var tekinn til kostanna í næstum heila viku um daginn og það var með heilmikilli eftirsjá sem honum var skilað, en hans hafði þá meðal annars verið notið í tveimur lengri ferðum um suðurlandið. Aldrei fór eyðsla hans yfir 7 lítra á hundraðið og var reyndar nær 6 lítrunum í lengri ferðunum. Þegar honum var ekið innanbæjar ók hann eingöngu á rafmagni og var því afar ódýr í rekstri.Mjúkar línur leika um bílinn, en hönnunin telst seint djörf.Hefur um 40 km drægni á rafmagninuVið allra bestu aðstæður fer bíllinn 50 km á rafmagninu einu saman en í reynsluakstri dugði það um það bil 40 kílómetra og slík drægni verður til þess að fáa daga þarf hann að skipta yfir í brunavélina. Þetta krefst þess að ökumaður þarf að muna eftir því að stinga bílnum í samband við rafmagn í lok hvers dags, en það er aðeins 10-15 sekúndna aðgerð og líklega er tímafrekara að renna við á bensínstöð vikulega og eyða nokkrum mínútum í áfyllingu þar. Eitt það besta við þennan bíl er að hann sameinar hæfan fjórhjóladrifsbíl sem hentar vel íslenskum aðstæðum og rafmagnsbíl sem ódýrt er að reka. Hann kostar þó meira en hefðbundin gerð Mitsubishi Outlander og munar 1.400.000 kr. á ódýrustu útgáfu Outlander með tveggja lítra bensínvél og kostar 5.290.000 kr. Sá bíll er reyndar beinskiptur, en PHEV tvinnbíllinn er sjálfskiptur og betur búinn að öllu leiti og því eiginlega ekki sanngjarnt að bera þá saman. PHEV bíllinn getur hinsvegar sparað eigendum sínum 300.000 kr. á ári í eldsneytiskostnað ef eknir eru 20.000 km á ári og því er hann ekki mörg ár að borga upp mismuninn í kaupverði.Gott er að umgangast bílinn að innan og þar er hann nokkuð laglegur.Stór bíll með mikið flutningsrýmiÚtlitslega slær Outlander PHEV engin fegurðarmet og er hann frekar línulaus og útbólginn og stórir hurðarfletirnir gefa honum ekki mikinn karakter. Mitsubishi fer sannarlega mjög hófstillta leið með ytri hönnuninni og djörfungin er lítil. Að innan er hann þó hinn laglegasti, stílhreinn og vandað er greinilega til verks. Sætin eru þægileg og mælaborð skilvirkt og laglegt. Í stað snúningshraðamælis vinstra megin er mælir sem sýnir hversu mikið er tekið af rafhleðslunni eða hvort hlaðið er inná kerfið. Hann hleður ávallt örlitlu rafmagni inná rafgeymana til að eiga eitthvað inni ef gefið er hressilega inn og einnig þegar fríhjólað er og farið niður brekkur. Þannig nýtir hann alla kínetíska orku og verður eyðslugrennri og umhverfisvænni fyrir vikið. Forvitnilegt er að fylgjast með þessu kerfi og gaman að sjá hvernig hann hleður frá lítilli inneign í rafgeymunum og uppí nokkra kílómetra ef farið er niður langa brekku. Hægt er þó að velja um hvort bílinn hlaða meira inná geymana með stjórntökkum. Sætin eru góð í bílnum og rými fyrir aftursætisfarþega er mjög mikið. Flutningsrými er einnig mjög gott og bíllinn því góður ferðabíll. Sjálfskiptingarhnúður bílsins er sérstakur og hnikar ökumaður honum til hliðar og upp eða niður eftir því hvort fara á áfram eða afturábak. Þetta virkar skrítið í fyrstu en venst einkar vel. Þetta er ósvipað í rafmagnbílunum Nissan leaf og Toyota Prius og virðist í tísku í þessháttar bílum.Með bakkmyndavél og fullt af öðrum staðalbúnaði.Einstök viðbót í jepplingaflórunniAkstur Outlander PHEV er allur hinn ágætasti, en þar sem hann er 200 þyngri en venjulegur Outlander er hann ekki eins lipur og fyrir þessari þyngd finnst. Bíllinn er 1.850 kíló. Fyrir vikið er hann ekki meðal allra lipurstu bílum í innanbæjarakstri en hann er ferlega ljúfur á langkeyrslu og fjöðrunin hreint ágæt. Bíllinn er enginn letingi með sín 200 hestöfl, en hann missir þó aðeins afl ef rafmagn er ekki til staðar en bensínvélin orkar 150 hestöfl. Fyrir svona þungan og stóran bíl er alls ekki slæmt að ná honum í 100 km hraða á 11 sekúndum. Outlander PHEV getur dregið 1.500 kg þungan farm og meira ef hann tengist bremsubúnaði bílsins. Þessi bíll er hin flottasta viðbót við þá jepplingakosti sem hægt er að velja um nú og sá eini sem dags daglega er hægt að reka með svo til engum kostnaði og verði hans er stillt í hóf. Hann er einnig fær um að fara á ótroðnari slóðir og hinn ágætasti torfærubíll. Slíkir bílar eru ekki á hverju strái.Kostir: Rúmgóður, lág eyðsla, vel heppnuð drifrásÓkostir: Fyrir þyngd bílsins finnst í akstri 2,0 l. bensínvél, 200 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 1,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 44 g/km CO2 Hröðun: 11 sek. Hámarkshraði: 170 km/klst Verð: Frá 6.690.000 kr. Umboð: HeklaStórt skottrými og þægilega stórt skottop eru meðal margra kosta bílsins.Rafmagnsbíll en líka með vel öfluga brunavél.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent