Þá hafa þeir einnig unnið aðgang að á sem rennu í gegnum Bagdad höfuðborg Írak.
Í tilkynningu frá samtökunum segjast þeir hafa tekið stífluna og íbúar á svæðinu hafa staðfest það við AP fréttaveituna. Samtökin segjast ætla að halda áfram að sækja í allar áttir og þeir ætli að stofna íslamskt ríki.
Samtökin segjast hafa tekið stjórn á 17 borgum, bæjum og ýmsum öðrum mikilvægum stöðum eins og stíflunni, á síðustu fimm dögum.
Hér að neðan má sjá kort yfir stöðu mála í Írak.
