Pavel: Verðum að gleyma að Jón Arnór sé til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 13:15 Pavel á æfingu landsliðsins. Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Ísland mætir Bretlandi í undankeppni Evrópumótsins í körfuknattleik á sunnudaginn og segir Pavel Ermolinskij að það sé sárt að missa Jón Arnór Stefánsson úr hópnum. „Auðvitað er sárt að missa Jón Arnór. Jakob (Sigurðarson) hefur heldur ekkert verið með okkur og þetta eru tveir af okkar helstu skorurum. Við þurfum að fá stig eitthverstaðar annarstaðar frá, en leið og þetta kom í ljós varð maður dálítið að gleyma að Jón væri til," sagði Pavel Ermolinskij Við Vísi eftir æfingu landsliðsins í gær. „Við höfum treyst mikið á Jón síðustu sumur, en maður þarf að ímynda sér að þessi Jón Arnar Stefánsson sé ekki til núna." „Jakob og Jón eru dottnir út og þá er meiri pressa á mér. Það er ekki alveg mín sérgrein að skora stig, en ég verð duglegur í að leggja upp fyrir félagana. Það eru eflaust fleiri sem þurfa að stíga upp, en það verður að koma í ljós." Ísland spilaði tvo vináttuleiki við Lúxemborg í upphafi mánaðarins, en það voru fyrstu leikir Íslands undir stjórn þjálfarans Craig Pedersen. „Með fullri virðingu fyrir Lúxemborg þá var það enginn mælikvarði. Þetta var ekki mjög sterkt körfuboltalið." „Það er fullt af hæfileikum í okkar liði, en það er spurning með hugarfarið. Þeir sem þurfa að stíga upp, þurfa að vita það og þurfa að vera meðvitaðir um að það sé meira ætlast til af þeim núna." „Við horfum mikið á leikina gegn Bretlandi. Bosnía er mjög sterk þjóð, en við sjáum tækifæri í að vinna Bretaseríuna. Fyrst er heimaleikur og það er kannski leiðinlegt að fyrsti leikurinn sé heima," en Pavel segist ekki mikið þekkja til breska liðsis. „Ég veit lítið um Bretana. Þeir eru góðir í fótbolta og í að gera fish and chips, en ég veit ekki hvað þeir geta í körfubolta. Þeir virka sem mjög sterkir líkamlega og langir. Við þurfum að vera skynsamir og ekki spila á þeirra hraða og styrkleika." Aðspurður hvort fjarvera Jóns Arnórs muni hafa áhrif á mætingu á leikinnn á sunnudaginn svaraði Pavel léttur. „Það nennir enginn að sjá þessa gömlu kalla hökta hérna á vellinum, en nei það held ég ekki. Jón hefur verið andlit körfuboltans undanfarin ár, en ég er viss um að menn yrðu svekktir ef það myndi hafa áhrif á áhuga og mætingu. Það væri leiðinlegt." „Þetta er bara gamli góði frasinn. Við erum litla liðið, en það þýðir ekkert að koma inn í þetta með þannig hugarfari. Við höfum sterka trú á því að við getum þetta þangað til annað kemur í ljós, en þangað til annað kemur í ljós erum við kokhraustir," sagði Pavel Ermolinskij að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti