Bugatti á 400 á sveitavegi Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2014 15:15 Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt. Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent
Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt.
Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent