Nýjar tölur úr laxveiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 31. júlí 2014 10:30 Veiðisumarið rúllar áfram og ennþá eru smálaxagöngurnar heldur litlar en þó farnar að láta sjá sig í einhverjum mæli. Aðeins ein á er komin yfir 1000 laxa og það er Blanda með 1388 laxa, mest af svæði I en veiðin á hinum svæðunum er þó líka búin að vera ágæt og er vaxandi enda besti tíminn framundan á þeim svæðum. Eystri Rangá er sömuleiðis í góðum málum og veiðin áþekk því sem hún var í fyrra. Stórlaxahlutfall er ennþá mjög gott í ánni og smálaxinn sem hefur verið að mæta vel haldinn. Annars er sorglegt að horfa niður listann og horfa á stór nöfn meðal ánna skila lélegri veiði milli vikna. Í nokkrum ám er þó ekki endilega fiskleysi fyrir að fara, þó vissulega sé minna af laxi en á meðalári en veiðimenn sem t.d. hafa verið við Hítará og Langá hafa kastað á hylji þar sem liggja margir laxar en þeir ekki tekið neitt sem fyrir þá hefur verið borið. Þessi lægð er dýpri en hún var 2007 þegar veiðin í ágúst varð sérstakelga góð í mörgum ám sem voru rólegar framan tímabilinu og víst er að margir veiðimenn og leigutakar vonast eftir því að það endurtaki sig núna. Listinn með 10 eftstu ánum frá Landssambandi Veiðifélaga er hér að neðan og listann í heild sinni má nálgast á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda30. 7. 20141388142611Eystri-Rangá30. 7. 2014877184797Þverá + Kjarará30. 7. 2014747143373Norðurá30. 7. 2014670153351Miðfjarðará30. 7. 2014639103667Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.30. 7. 2014534205461Haffjarðará30. 7. 201449062158Laxá á Ásum30. 7. 201445421062Selá í Vopnafirði30. 7. 201441171664Laxá í Aðaldal30. 7. 2014407181009 Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði
Veiðisumarið rúllar áfram og ennþá eru smálaxagöngurnar heldur litlar en þó farnar að láta sjá sig í einhverjum mæli. Aðeins ein á er komin yfir 1000 laxa og það er Blanda með 1388 laxa, mest af svæði I en veiðin á hinum svæðunum er þó líka búin að vera ágæt og er vaxandi enda besti tíminn framundan á þeim svæðum. Eystri Rangá er sömuleiðis í góðum málum og veiðin áþekk því sem hún var í fyrra. Stórlaxahlutfall er ennþá mjög gott í ánni og smálaxinn sem hefur verið að mæta vel haldinn. Annars er sorglegt að horfa niður listann og horfa á stór nöfn meðal ánna skila lélegri veiði milli vikna. Í nokkrum ám er þó ekki endilega fiskleysi fyrir að fara, þó vissulega sé minna af laxi en á meðalári en veiðimenn sem t.d. hafa verið við Hítará og Langá hafa kastað á hylji þar sem liggja margir laxar en þeir ekki tekið neitt sem fyrir þá hefur verið borið. Þessi lægð er dýpri en hún var 2007 þegar veiðin í ágúst varð sérstakelga góð í mörgum ám sem voru rólegar framan tímabilinu og víst er að margir veiðimenn og leigutakar vonast eftir því að það endurtaki sig núna. Listinn með 10 eftstu ánum frá Landssambandi Veiðifélaga er hér að neðan og listann í heild sinni má nálgast á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda30. 7. 20141388142611Eystri-Rangá30. 7. 2014877184797Þverá + Kjarará30. 7. 2014747143373Norðurá30. 7. 2014670153351Miðfjarðará30. 7. 2014639103667Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.30. 7. 2014534205461Haffjarðará30. 7. 201449062158Laxá á Ásum30. 7. 201445421062Selá í Vopnafirði30. 7. 201441171664Laxá í Aðaldal30. 7. 2014407181009
Stangveiði Mest lesið Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði Jökla byrjar vel í frábæru vatni Veiði