Efnhagsbrotadeildin greiðir Tschenguiz tæpar 300 milljónir króna Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2014 10:31 Robert Tschenguiz sagði að við handtökurnar hafi trúverðugleiki hans stórskaðast. Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, hefur samþykkt að greiða Robert Tschenguiz 1,5 milljónir punda, 292 milljónir íslenskra, í skaðabætur vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. Er því máli Tschenguiz-bræðra, þeirra Vincents og Roberts, gegn SFO formlega lokið. Tschenguiz- bræður höfðu áður farið fram á 300 milljón pund í skaðabætur. Í kjölfar samkomulagsins hefur verið fallið frá fyrirhuguðum réttarhöldum bræðranna gegn SFO sem áttu að hefjast í október. Kæra Tchenguiz á hendur efnhagsbrotadeildinni var alls 66 blaðsíður að lengd. Stofnunin var sökuð um að hafa brotið ítrekað á rétti Tchenguiz. Að sama skapi voru vinnubrögð hennar gagnrýnd, þá sérstalega upplýsingaöflun sem að hluta til fór fram í gegnum þriðja aðila, endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton. Félagið hafði áður starfað með kröfuhöfum Kaupþings.Áður hafði komið fram heimildir til húsleita og handtaka sem voru gerðar voru byggðar á röngum upplýsingum sem dómari fékk í hendur. Dómari í yfirrétti úrskurðaði um mitt ár 2012 að aðgerðirnar hefðu verið ólöglegar. Samkomulag dagsins kemur í kjölfar 3 milljón punda greiðslu, rúmlega hálfs milljaðs íslenskra króna, SFO til Vincents Tschenguiz í síðustu viku. SFO mun einnig greiða allan lögfræðikostnað þeirra í tengslum við rannsókn embættisins. Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Breska efnahagsbrotadeildin, SFO, hefur samþykkt að greiða Robert Tschenguiz 1,5 milljónir punda, 292 milljónir íslenskra, í skaðabætur vegna rannsóknar á falli Kaupþings í Bretlandi. Er því máli Tschenguiz-bræðra, þeirra Vincents og Roberts, gegn SFO formlega lokið. Tschenguiz- bræður höfðu áður farið fram á 300 milljón pund í skaðabætur. Í kjölfar samkomulagsins hefur verið fallið frá fyrirhuguðum réttarhöldum bræðranna gegn SFO sem áttu að hefjast í október. Kæra Tchenguiz á hendur efnhagsbrotadeildinni var alls 66 blaðsíður að lengd. Stofnunin var sökuð um að hafa brotið ítrekað á rétti Tchenguiz. Að sama skapi voru vinnubrögð hennar gagnrýnd, þá sérstalega upplýsingaöflun sem að hluta til fór fram í gegnum þriðja aðila, endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton. Félagið hafði áður starfað með kröfuhöfum Kaupþings.Áður hafði komið fram heimildir til húsleita og handtaka sem voru gerðar voru byggðar á röngum upplýsingum sem dómari fékk í hendur. Dómari í yfirrétti úrskurðaði um mitt ár 2012 að aðgerðirnar hefðu verið ólöglegar. Samkomulag dagsins kemur í kjölfar 3 milljón punda greiðslu, rúmlega hálfs milljaðs íslenskra króna, SFO til Vincents Tschenguiz í síðustu viku. SFO mun einnig greiða allan lögfræðikostnað þeirra í tengslum við rannsókn embættisins.
Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira