Bandarískt afþreyingarefni tröllríður Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 21. júlí 2014 14:25 Bandarískir sjónvarpsþættir á borð við True Detective njóta mun meiri vinsælda í Evrópu en innlent efni. Vísir/AP Evrópsk þátta- og kvikmyndaframleiðsla á ekki roð í þá bandarísku hvað varðar markaðshlutdeild í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar. 66,4 prósent alls myndefnis sem sýnt er í bíóhúsum, sjónvarpi og myndleiguþjónustu, allra tölvuleikja og allrar útgefnar tónlistar í Evrópu er nú framleitt í Bandaríkjunum. Hlutdeild evrópskar framleiðslu er aðeins 12,5 prósent. Þessi amalega staða evrópsks afþreyingarefnis í álfunni kemur ef til vill á óvart, ekki síst í ljósi að þess að lönd á borð við Frakkland ýta mjög undir innlenda framleiðslu með talsverðum niðurgreiðslum. Þetta virðist engan veginn duga til að stöðva landvinninga bandaríska skemmtanaiðnaðarins, sem hefur bætt stöðu sína frá árinu 2009. Þá var hlutdeild bandarískrar framleiðslu 57,7 prósent og evrópskrar 17,1. Bandarískir neytendur eru ekkert síður sólgnir í sitt eigið efni en við Evrópubúar. Árið 2012 var einungis 8,2 prósent af efni bandarískrar sjónvarpsdagskráar fjármagnað að öllu eða einhverju leyti í Evrópu. Til samanburðar segir í grein á vef tæknifréttaveitunnar The Register að bandarískt efni sjónvarpsefni taki reglulega upp rúmlega helming af allri dagskrá evrópskra sjónvarpsstöðva. Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Evrópsk þátta- og kvikmyndaframleiðsla á ekki roð í þá bandarísku hvað varðar markaðshlutdeild í Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópsku athugunarstöðvarinnar á sviði hljóð- og myndmiðlunar. 66,4 prósent alls myndefnis sem sýnt er í bíóhúsum, sjónvarpi og myndleiguþjónustu, allra tölvuleikja og allrar útgefnar tónlistar í Evrópu er nú framleitt í Bandaríkjunum. Hlutdeild evrópskar framleiðslu er aðeins 12,5 prósent. Þessi amalega staða evrópsks afþreyingarefnis í álfunni kemur ef til vill á óvart, ekki síst í ljósi að þess að lönd á borð við Frakkland ýta mjög undir innlenda framleiðslu með talsverðum niðurgreiðslum. Þetta virðist engan veginn duga til að stöðva landvinninga bandaríska skemmtanaiðnaðarins, sem hefur bætt stöðu sína frá árinu 2009. Þá var hlutdeild bandarískrar framleiðslu 57,7 prósent og evrópskrar 17,1. Bandarískir neytendur eru ekkert síður sólgnir í sitt eigið efni en við Evrópubúar. Árið 2012 var einungis 8,2 prósent af efni bandarískrar sjónvarpsdagskráar fjármagnað að öllu eða einhverju leyti í Evrópu. Til samanburðar segir í grein á vef tæknifréttaveitunnar The Register að bandarískt efni sjónvarpsefni taki reglulega upp rúmlega helming af allri dagskrá evrópskra sjónvarpsstöðva.
Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira