Nýr iPhone verður með stærri skjá Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 12:31 Ný gerð iPhone verður hugsanlega með stærri skjá en iPhone 5S. Vísir/Getty Images Apple mun að líkindum kynna til sögunnar á þessu ári tvær nýjar gerðir iPhone, sem verða stærri en fyrri útgáfur snjallsímans vinsæla. Nýju útgáfurnar verða framleiddar í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr. Nýju iPhone-símarnir verða með stærri skjá en þær útgáfur sem fyrir eru á markaði, þar sem önnur verður með 4,7 tommu skjá og hin með 5,5 tommu skjá. en iPhone 4S og eldri útgáfur voru aðeins með 3,5 tommu skjá. Skjárinn var lengdur fyrir iPhone 5 en ekki breikkaður. Á vef Telepgraph kemur fram að Apple hafi lagt inn pantanir hjá framleiðsluaðilum sínum í Asíu upp á um 70 til 80 milljón eintök af nýju símunum, en snjallsímar fyrirtækisins hafa ekki verið framleiddir í jafn stóru byrjunarupplagi áður. Til samanburðar voru iPhone 5S og 5C framleiddir í 50 til 60 milljón eintökum þegar þeir komu fyrst út á síðasta ári. Helsti samkeppnisaðili Apple á snjallsímamarkaðnum, Samsung, bíður upp á marga möguleika af skjástærð, þar á meðal Galaxy Mega, sem er með 6,3 tommu skjá. Apple hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint við kröfum notenda um stærri skjái á snjallsímum. Samsung hefur nú nýtt sér þetta og gerir í nýjustu auglýsingu sinni grín að Apple. Þar er því haldið fram að iPhone-eigendur séu haldnir „skjáröfund“ (e. screen envy) gagnvart Samsung-notendum. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple mun að líkindum kynna til sögunnar á þessu ári tvær nýjar gerðir iPhone, sem verða stærri en fyrri útgáfur snjallsímans vinsæla. Nýju útgáfurnar verða framleiddar í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr. Nýju iPhone-símarnir verða með stærri skjá en þær útgáfur sem fyrir eru á markaði, þar sem önnur verður með 4,7 tommu skjá og hin með 5,5 tommu skjá. en iPhone 4S og eldri útgáfur voru aðeins með 3,5 tommu skjá. Skjárinn var lengdur fyrir iPhone 5 en ekki breikkaður. Á vef Telepgraph kemur fram að Apple hafi lagt inn pantanir hjá framleiðsluaðilum sínum í Asíu upp á um 70 til 80 milljón eintök af nýju símunum, en snjallsímar fyrirtækisins hafa ekki verið framleiddir í jafn stóru byrjunarupplagi áður. Til samanburðar voru iPhone 5S og 5C framleiddir í 50 til 60 milljón eintökum þegar þeir komu fyrst út á síðasta ári. Helsti samkeppnisaðili Apple á snjallsímamarkaðnum, Samsung, bíður upp á marga möguleika af skjástærð, þar á meðal Galaxy Mega, sem er með 6,3 tommu skjá. Apple hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint við kröfum notenda um stærri skjái á snjallsímum. Samsung hefur nú nýtt sér þetta og gerir í nýjustu auglýsingu sinni grín að Apple. Þar er því haldið fram að iPhone-eigendur séu haldnir „skjáröfund“ (e. screen envy) gagnvart Samsung-notendum.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira