Nýr iPhone verður með stærri skjá Randver Kári Randversson skrifar 22. júlí 2014 12:31 Ný gerð iPhone verður hugsanlega með stærri skjá en iPhone 5S. Vísir/Getty Images Apple mun að líkindum kynna til sögunnar á þessu ári tvær nýjar gerðir iPhone, sem verða stærri en fyrri útgáfur snjallsímans vinsæla. Nýju útgáfurnar verða framleiddar í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr. Nýju iPhone-símarnir verða með stærri skjá en þær útgáfur sem fyrir eru á markaði, þar sem önnur verður með 4,7 tommu skjá og hin með 5,5 tommu skjá. en iPhone 4S og eldri útgáfur voru aðeins með 3,5 tommu skjá. Skjárinn var lengdur fyrir iPhone 5 en ekki breikkaður. Á vef Telepgraph kemur fram að Apple hafi lagt inn pantanir hjá framleiðsluaðilum sínum í Asíu upp á um 70 til 80 milljón eintök af nýju símunum, en snjallsímar fyrirtækisins hafa ekki verið framleiddir í jafn stóru byrjunarupplagi áður. Til samanburðar voru iPhone 5S og 5C framleiddir í 50 til 60 milljón eintökum þegar þeir komu fyrst út á síðasta ári. Helsti samkeppnisaðili Apple á snjallsímamarkaðnum, Samsung, bíður upp á marga möguleika af skjástærð, þar á meðal Galaxy Mega, sem er með 6,3 tommu skjá. Apple hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint við kröfum notenda um stærri skjái á snjallsímum. Samsung hefur nú nýtt sér þetta og gerir í nýjustu auglýsingu sinni grín að Apple. Þar er því haldið fram að iPhone-eigendur séu haldnir „skjáröfund“ (e. screen envy) gagnvart Samsung-notendum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Apple mun að líkindum kynna til sögunnar á þessu ári tvær nýjar gerðir iPhone, sem verða stærri en fyrri útgáfur snjallsímans vinsæla. Nýju útgáfurnar verða framleiddar í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr. Nýju iPhone-símarnir verða með stærri skjá en þær útgáfur sem fyrir eru á markaði, þar sem önnur verður með 4,7 tommu skjá og hin með 5,5 tommu skjá. en iPhone 4S og eldri útgáfur voru aðeins með 3,5 tommu skjá. Skjárinn var lengdur fyrir iPhone 5 en ekki breikkaður. Á vef Telepgraph kemur fram að Apple hafi lagt inn pantanir hjá framleiðsluaðilum sínum í Asíu upp á um 70 til 80 milljón eintök af nýju símunum, en snjallsímar fyrirtækisins hafa ekki verið framleiddir í jafn stóru byrjunarupplagi áður. Til samanburðar voru iPhone 5S og 5C framleiddir í 50 til 60 milljón eintökum þegar þeir komu fyrst út á síðasta ári. Helsti samkeppnisaðili Apple á snjallsímamarkaðnum, Samsung, bíður upp á marga möguleika af skjástærð, þar á meðal Galaxy Mega, sem er með 6,3 tommu skjá. Apple hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint við kröfum notenda um stærri skjái á snjallsímum. Samsung hefur nú nýtt sér þetta og gerir í nýjustu auglýsingu sinni grín að Apple. Þar er því haldið fram að iPhone-eigendur séu haldnir „skjáröfund“ (e. screen envy) gagnvart Samsung-notendum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira