Fann bakdyr í stýrikerfi iPhone Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2014 11:38 Vísir/AFP Hakkari segist hafa fundið bakdyr í stýrikerfi iPhone snjallsíma sem hægt sé að nota til að fylgjast með eigendum símanna og niðurhala persónugögnum. Jonathan Zdziarski sagði frá þessu á ráðstefnu hakkara í New york í síðustu viku. Benti hann á forrit í símunum sem allir með ágætis tæknikunnáttu og vilja, gætu nýtt sér til að nálgast margvísleg persónuleg gögn um einstaklinga. Guardian segir frá því að Jonathan hafi gefið í skyn að Öryggisþjónusta Bandaríkjana (NSA) gæti hafa notað þessar bakdyr, en þó hafði hann engar sannanir fyrir því. Apple segir aftur á móti að forritin séu notuð til greiningar svo þróunardeildir og þjónustuver geti stillt Jonathan sagði þó að til þess að hakkarar gætu nýtt sér bakdyrnar þyrfti eigandi símans að tengja hann við tölvu, sem hakkarar hefðu aðgang að og samþykkja að tengja símann tölvunni. Þegar það er gert verður til skjal sem vistast bæði í símanum og tölvunni. Hver sá sem kemur höndum yfir þetta skjal gæti nálgast gögn úr símanum. Þá segir Jonathan að hakkarar geti niðurhalað öllum gögnum úr símanum, fundið staðsetningu símans, skilaboðum, myndum, símaskrá og fleiru. Niðurstöður hakkarans er mögulegt að nálgast hér. Þó þarf að greiða fyrir að lesa allt skjalið. Þá má sjá blogg hans um málið hér á bloggsíðu hans. Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hakkari segist hafa fundið bakdyr í stýrikerfi iPhone snjallsíma sem hægt sé að nota til að fylgjast með eigendum símanna og niðurhala persónugögnum. Jonathan Zdziarski sagði frá þessu á ráðstefnu hakkara í New york í síðustu viku. Benti hann á forrit í símunum sem allir með ágætis tæknikunnáttu og vilja, gætu nýtt sér til að nálgast margvísleg persónuleg gögn um einstaklinga. Guardian segir frá því að Jonathan hafi gefið í skyn að Öryggisþjónusta Bandaríkjana (NSA) gæti hafa notað þessar bakdyr, en þó hafði hann engar sannanir fyrir því. Apple segir aftur á móti að forritin séu notuð til greiningar svo þróunardeildir og þjónustuver geti stillt Jonathan sagði þó að til þess að hakkarar gætu nýtt sér bakdyrnar þyrfti eigandi símans að tengja hann við tölvu, sem hakkarar hefðu aðgang að og samþykkja að tengja símann tölvunni. Þegar það er gert verður til skjal sem vistast bæði í símanum og tölvunni. Hver sá sem kemur höndum yfir þetta skjal gæti nálgast gögn úr símanum. Þá segir Jonathan að hakkarar geti niðurhalað öllum gögnum úr símanum, fundið staðsetningu símans, skilaboðum, myndum, símaskrá og fleiru. Niðurstöður hakkarans er mögulegt að nálgast hér. Þó þarf að greiða fyrir að lesa allt skjalið. Þá má sjá blogg hans um málið hér á bloggsíðu hans.
Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira