Litháar fá grænt ljós á upptöku evru Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2014 11:56 Litháar munu kveðja núverandi gjaldmiðil sinn, litas, um áramót og notast eftir það við evru. Vísir/AFP Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru nú um áramót. Landið verður nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa nú öll veitt samþykki sitt. Ráðherrar aðildarríkja ESB ákváðu í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýi gjaldmiðillinn verður tekinn upp 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum og sagði að land sitt muni styðja við bakið á gjaldmiðlinum með „orku, framsýni og miklum einhug“. Utanríkisráðherrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evrusvæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Lithár sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust á þeim tímapunkti ekki kröfur sambandsins um stöðugt verðlag. Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn. Á vef Baltic Times segir að klukku verði komið upp fyrir utan Seðlabanka Litháens í höfuðborginni Vilníus þar talið verður niður til 1. janúar næstkomandi. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru nú um áramót. Landið verður nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa nú öll veitt samþykki sitt. Ráðherrar aðildarríkja ESB ákváðu í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýi gjaldmiðillinn verður tekinn upp 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum og sagði að land sitt muni styðja við bakið á gjaldmiðlinum með „orku, framsýni og miklum einhug“. Utanríkisráðherrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evrusvæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Lithár sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust á þeim tímapunkti ekki kröfur sambandsins um stöðugt verðlag. Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn. Á vef Baltic Times segir að klukku verði komið upp fyrir utan Seðlabanka Litháens í höfuðborginni Vilníus þar talið verður niður til 1. janúar næstkomandi.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira