Fótbolti

Treyjur James seljast eins og heitar lummur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vinsælasta treyjan í Madríd þessa stundina.
Vinsælasta treyjan í Madríd þessa stundina. Vísir/Getty
Þegar Real Madrid gekk frá kaupunum á James Rodríguez á þriðjudaginn varð kólumbíski miðjumaðurinn einn af dýrustu leikmönnum sögunnar. Félagið er hinsvegar nú þegar byrjað að vinna til baka peninginn.

Samkvæmt heimildum Sport.es mættu 44.000 manns á kynninguna þegar James var kynntur sem leikmaður á Santiago Bernebau á dögunum en það er ekki það eina.

Samkvæmt sömu heimild hefur opinber búð félagsins við völlinn þegar selt tæplega 350 þúsund treyjur merktar James á aðeins 48 klukkustundum eða tæplega 7200 treyjur á klukkustund þessa tvo sólarhringa.




Tengdar fréttir

Mark James það besta á HM

Fyrra mark James Rodriguez í leik Kólumbíu og Úrúgvæs í 16-liða úrslitum HM í fótbolta hefur verið útnefnt mark mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×