iPhone 6 verður með safírgleri Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 25. júlí 2014 16:51 Efnið virðist vera tært og hreint. Vísir/Skjáskot Næsti iPhone, sem ber heitið iPhone 6, verður með stærri skjá. Skjárinn verður að þessu sinni úr sérstöku safírgleri, en þetta á að tryggja aukinn styrkleika í byggingu símans sem og betra þol verði notandi svo óheppinn að missa símann í jörðina. Viðskiptablaðið Forbes fjallar um uppfærslur iPhone 6 á nákvæman hátt, en þar er viðtal við prófessorinn Neil Alford, sem er höfuðsmaður efnisrannsóknardeildar Keisaralega háskólans í London. Alford segir að helsta notagildi safírskjásins sé líklega harka efnisins. Á Mohs-mælikvarðanum sem fer frá 1 til 10 er safír 9 á skalanum. Það sé talsverð uppfærsla frá hinu hefðbundna gleri sem notað er í skjái, en í það er helst notað efnið kvars, sem hefur gildið 7 á hörkukvarðanum. Því verður gríðarlega erfitt, sumir segja næstum ómögulegt, að rispa skjágler iPhone 6.Sveigjanlegt gler Einnig hafa myndbönd á vefnum þar sem nýju skjáglerin eru grannskoðuð gefið til kynna að skjárinn sé sveigjanlegur. Ólíklegt er að það hafi nokkuð að segja um notagildi símans, en sveigjanleikinn getur bent til mikils hreinleika í efnasamsetningu safírglersins. Það er dýrt að framleiða hreint og fágað safírgler – mikið dýrara en framleiðsla glers – og mögulegt er að það gæti haft talsverð hækkandi áhrif á verð símans. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir nýja glerið í allri sinni dýrð. Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Næsti iPhone, sem ber heitið iPhone 6, verður með stærri skjá. Skjárinn verður að þessu sinni úr sérstöku safírgleri, en þetta á að tryggja aukinn styrkleika í byggingu símans sem og betra þol verði notandi svo óheppinn að missa símann í jörðina. Viðskiptablaðið Forbes fjallar um uppfærslur iPhone 6 á nákvæman hátt, en þar er viðtal við prófessorinn Neil Alford, sem er höfuðsmaður efnisrannsóknardeildar Keisaralega háskólans í London. Alford segir að helsta notagildi safírskjásins sé líklega harka efnisins. Á Mohs-mælikvarðanum sem fer frá 1 til 10 er safír 9 á skalanum. Það sé talsverð uppfærsla frá hinu hefðbundna gleri sem notað er í skjái, en í það er helst notað efnið kvars, sem hefur gildið 7 á hörkukvarðanum. Því verður gríðarlega erfitt, sumir segja næstum ómögulegt, að rispa skjágler iPhone 6.Sveigjanlegt gler Einnig hafa myndbönd á vefnum þar sem nýju skjáglerin eru grannskoðuð gefið til kynna að skjárinn sé sveigjanlegur. Ólíklegt er að það hafi nokkuð að segja um notagildi símans, en sveigjanleikinn getur bent til mikils hreinleika í efnasamsetningu safírglersins. Það er dýrt að framleiða hreint og fágað safírgler – mikið dýrara en framleiðsla glers – og mögulegt er að það gæti haft talsverð hækkandi áhrif á verð símans. Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir nýja glerið í allri sinni dýrð.
Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira