Eftir því sem á líður vikuna mun hitinn fyrir norðan lækka og fer niður fyrir tíu gráður á miðvikudag. Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofunnar.
Góða veðrið fyrir norðan heldur þó áfram á mánudag og verður hitinn allt að tuttugu gráður.
Á höfuðborgarsvæðinu verður skýjað fyrri hluta vikunnar en á miðvikudag og fimmtudag mun verða heiðskýrt og hitinn vera um þrettán gráður.
Veðurspá næstu viku lítur svo út:
Á mánudag:
Suðaustan og síðan sunnan 5-13 m/s og rigning sunnan- og vestanlands en hægari breytileg átt NA-til og skýjað með köflum. Snýst í norðaustanátt um landið N-vert og þykknar upp um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Á þriðjudag:
Norðan 5-13 með rigningu eða súld norðanlands en bjart með köflum syðra. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðan 3-10. Súld NA-til en bjart með köflum annars staðar. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast sunnanlands.
Á föstudag og laugardag:
Hæg breytileg átt eða hafgola. Víða skýjað með köflum og líkur á stöku skúrum. Hiti 10 til 15 stig.
Kólnar fyrir norðan eftir því sem líður á vikuna
Kjartan Atli Kjartansson skrifar
