Lifnar yfir Ásgarði Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2014 09:24 Árni Baldursson með 14 punda lax úr Símastreng í Soginu Sogið fór afskaplega rólega af stað í sumar en áin hefur heldur aldrei verið einhver snemmsumars á og oft átt ótrúlega spretti á haustinn. Það virðist þó vera að aukast lífið í ánni og veiðimenn sem hafa verið við ánna síðustu daga hafa orðið varir við auknar göngur. Árni Baldursson hjá Lax-Á sem er leigutakinn á Ásgarði var við veiðar í gær og lenti í góðu skoti þegar ganga kom upp ánna. Hann var við Símastreng og á skömmum tíma setti hann í fjóra laxa en landaði þremur, þar af einum 14 punda. Bleikjuveiðin hefur glatt marga veiðimenn á rólegum dögum í Soginu enda hefur verið vart við meira af bleikju í sumar en oft áður og hún er yfirleitt 3-5 punda sem er mjög skemmtileg stærð að eltast við. Við Ásgarðssvæðið hafa bleikjur verið að taka við flesta staði en mest við Símastreng og út við Hólmann þar. Stangveiði Mest lesið 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Haltu línunum vel við Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði
Sogið fór afskaplega rólega af stað í sumar en áin hefur heldur aldrei verið einhver snemmsumars á og oft átt ótrúlega spretti á haustinn. Það virðist þó vera að aukast lífið í ánni og veiðimenn sem hafa verið við ánna síðustu daga hafa orðið varir við auknar göngur. Árni Baldursson hjá Lax-Á sem er leigutakinn á Ásgarði var við veiðar í gær og lenti í góðu skoti þegar ganga kom upp ánna. Hann var við Símastreng og á skömmum tíma setti hann í fjóra laxa en landaði þremur, þar af einum 14 punda. Bleikjuveiðin hefur glatt marga veiðimenn á rólegum dögum í Soginu enda hefur verið vart við meira af bleikju í sumar en oft áður og hún er yfirleitt 3-5 punda sem er mjög skemmtileg stærð að eltast við. Við Ásgarðssvæðið hafa bleikjur verið að taka við flesta staði en mest við Símastreng og út við Hólmann þar.
Stangveiði Mest lesið 104 sm lax úr Laxá í Aðaldal Veiði Kuldinn hægir á laxinum Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Mikil ásókn í Elliðaárnar Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Nægt framboð af villtri gæs og önd fyrir hátíðarnar Veiði Kvaddi með góðu splassi Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Haltu línunum vel við Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði