Nýr Bugatti Veyron verður 1.500 hestafla tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 10:10 Bugatti Veyron á bílasýningu í Tokyo. Einn af athygliverðustu sportbílum undanfarinna ára er án vafa Bugatti Veyron sem fyrst var framleiddur með 1.000 hestafla og 16 strokka vél og varð síðar í boði með 1.200 hestöfl í farteskinu. Það dugar flestum bílum, en nú ætlar Bugatti að gera enn betur og vopna hann 1.500 hestöflum. Eitthvað virðist það hafa farið illa í Bugatti að Hennessey Venom GT hafi náð hraðametinu af Bugatti Veyron ofurbílnum og náð 434 km hraða, en Bugatti Veyron hafði náð 431 km hraða. Það met verður væntanlega í hættu þegar þessi nýi Bugatti Veyron verður kominn á götuna. Áfram verður 16 strokka vél í bílnum en auka hestöflin koma frá rafmagnsmótorum. Því verður nýr Bugatti Veyron enn einn ofursportbíllinn sem er tvinnbíll, eða „Hybrid“. Búist er við því að nýr Veyron fari í sölu á næsta ári en aðeins verða framleidd 450 eintök af bílnum. Bugatti hefur ekki hingað til átt í vandræðum með að selja alla sína framleiðslubíla, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þeim takist ekki að selja þessa 450 bíla. Bugatti sportbílaframleiðandinn er í eigu Volkswagen og hefur verið frá árinu 1998. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Einn af athygliverðustu sportbílum undanfarinna ára er án vafa Bugatti Veyron sem fyrst var framleiddur með 1.000 hestafla og 16 strokka vél og varð síðar í boði með 1.200 hestöfl í farteskinu. Það dugar flestum bílum, en nú ætlar Bugatti að gera enn betur og vopna hann 1.500 hestöflum. Eitthvað virðist það hafa farið illa í Bugatti að Hennessey Venom GT hafi náð hraðametinu af Bugatti Veyron ofurbílnum og náð 434 km hraða, en Bugatti Veyron hafði náð 431 km hraða. Það met verður væntanlega í hættu þegar þessi nýi Bugatti Veyron verður kominn á götuna. Áfram verður 16 strokka vél í bílnum en auka hestöflin koma frá rafmagnsmótorum. Því verður nýr Bugatti Veyron enn einn ofursportbíllinn sem er tvinnbíll, eða „Hybrid“. Búist er við því að nýr Veyron fari í sölu á næsta ári en aðeins verða framleidd 450 eintök af bílnum. Bugatti hefur ekki hingað til átt í vandræðum með að selja alla sína framleiðslubíla, svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því að þeim takist ekki að selja þessa 450 bíla. Bugatti sportbílaframleiðandinn er í eigu Volkswagen og hefur verið frá árinu 1998.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent