Mazda endurlífgar Rotary vélar í nýjum RX-7 Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 11:35 Mazda RX-7 sportbíllinn. Aðdáendur Rotary véla höfðu sætt sig við að dagar þessara véla væru taldir eftir að Mazda hætti framleiðslu þeirra í RX-7 sportbílnum og bílnum sjálfum í leiðinni. Mazda er þó ekki af baki dottið hvað þessarar óvenjulegu gerð véla varðar og hyggur á kynningu á nýjum RX-7 bíl árið 2017 með slíkri vél. Mazda hefur einnig skráð einkarétt á nafn RX-9 bíls sem í býgerð er að auki og gæti hann einnig fengið Rotary vél. Mazda hætti framleiðslu RX-8 bíls með Rotary vél árið 2011 en sá bíll verður aftur til sölu og kemur þá líklega á markað einnig árið 2017. Nýja Rotary vélin fær forþjöppu til að auka aflið og segjast Mazda menn að hún muni skila 450 hestöflum og því ætti þessir nettu bílar að verða ofuröflugir. Mazda kynnti Rotary vélina í Mazda Cosmo bílnum árið 1967 og því verða 50 ár liðin árið 2017 og tímasetningin því góð fyrir kynningu á nýrri gerð þeirra. Nýr Mazda RX-7 á að etja kappi við bíla eins og Porsche 911 og standa þeim ekki að baki hvað afl og upptak varðar. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent
Aðdáendur Rotary véla höfðu sætt sig við að dagar þessara véla væru taldir eftir að Mazda hætti framleiðslu þeirra í RX-7 sportbílnum og bílnum sjálfum í leiðinni. Mazda er þó ekki af baki dottið hvað þessarar óvenjulegu gerð véla varðar og hyggur á kynningu á nýjum RX-7 bíl árið 2017 með slíkri vél. Mazda hefur einnig skráð einkarétt á nafn RX-9 bíls sem í býgerð er að auki og gæti hann einnig fengið Rotary vél. Mazda hætti framleiðslu RX-8 bíls með Rotary vél árið 2011 en sá bíll verður aftur til sölu og kemur þá líklega á markað einnig árið 2017. Nýja Rotary vélin fær forþjöppu til að auka aflið og segjast Mazda menn að hún muni skila 450 hestöflum og því ætti þessir nettu bílar að verða ofuröflugir. Mazda kynnti Rotary vélina í Mazda Cosmo bílnum árið 1967 og því verða 50 ár liðin árið 2017 og tímasetningin því góð fyrir kynningu á nýrri gerð þeirra. Nýr Mazda RX-7 á að etja kappi við bíla eins og Porsche 911 og standa þeim ekki að baki hvað afl og upptak varðar.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent