Fótbolti

Suárez mun kæra niðurstöðu FIFA

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Lögmaður Luis Suárez staðfesti í spænsku útvarpi í morgun að þeir ætluðu að kæra úrskurð FIFA til alþjóða íþróttadómstólsins.

FIFA hafnaði í gær áfrýjun Suárez en hann var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Giorgio Chiellini.

Samkvæmt úrskurði FIFA er Suárez með öllu óheimilt að taka þátt í knattspyrnutengdum viðburðum. Má hann hvorki æfa né taka þátt í leikjum með tilvonandi félagsliði sínu Barcelona.

Neyðist Barcelona meðal annars að kynna hann í sal vegna þess en venja hefur verið að leikmenn séu kynntir inn á leikvelli félagsins, Nou Camp.

„Við vonumst til þess að þeir létti á þessu banni sem jaðrar við fasisma. Að banna hann í níu leiki er full mikið en að banna honum að æfa sem eru réttindi fótboltamanna er grimmilegt.“

„Luis er búinn að viðurkenna mistök sín og þrátt fyrir að FIFA hafi litið til þess áður fyrr varð það honum ekkert til bóta í þetta sinn. Við munum ekki gefast upp,“ sagði Alejandro Balbi, lögmaður Suárez.


Tengdar fréttir

Suárez má ekki æfa á meðan banninu stendur

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA staðfesti í dag að Luis Suárez væri óheimilt að taka þátt í æfingum með félagsliði sínu á meðan hann tekur út fjögurra mánaða keppnisbann.

Tilboð Barcelona í Suárez samþykkt

Liverpool staðfesti rétt í þessu að félagið hefði samþykkt tilboð Barcelona í Luis Suárez. Suárez sem er 27 ára hefur samþykkt undir fimm ára samning hjá Barcelona.

FIFA hafnaði áfrýjun Suárez

Alþjóða knattspyrnusambandið hafnaði áfrýjun Luis Suárez í dag en leikmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða bann fyrir að hafa bitið Giorgio Chiellini á Heimsmeistaramótinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×