Körfubolti

Auðvelt gegn Gíbraltar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ívar Ásgrímsson og Helena Sverrisdóttir út í Austurríki.
Ívar Ásgrímsson og Helena Sverrisdóttir út í Austurríki. Mynd/KKÍ
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta komst í undanúrslit Evrópukeppni smáþjóða sem fram fer í St. Pölten í Austurríki með stórsigri á Gíbraltar í dag. Íslensku stelpurnar unnu góðan sigur á Möltu í gær en gjörsamlega slátruðu Gíbraltar í dag 121:30.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var sigurinn aldrei í hættu en stelpurnar okkar leiddu 60-16 í hálfleik. Gerðu þær enn betur í seinni hálfleik en staðan var 92-23 eftir þriðja leikhluta og 120-30 þegar leiknum lauk.

 

Helena Sverrisdóttir fór líkt og oft áður fyrir íslenska liðinu þrátt fyrir að hafa aðeins leikið tæplega korter í leiknum. Á þeim tíma setti Helena niður 20 stig ásamt því að taka níu fráköst.

Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, leyfði öllum hópnum að fá mínútur í leiknum og dreifðist álagið vel á leikmannahópinn fyrir undanúrslitin.




Tengdar fréttir

Stelpurnar okkar ekki í vandræðum gegn Möltu

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta átti ekki í vandræðum gegn Möltu í fyrsta leik liðanna í Evrópukeppni smáþjóða sem fer fram í Austurríki þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×