Prius með óvenjulegt met á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 16. júlí 2014 09:57 Toyota Prius bíllinn á Nürburgring brautinni. Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent
Það kann að hljóma einkennilegt að Toyota Prius bíll setji met á kappaksturshringnum Nürburgring, en það var reyndar ekki hraðamet, heldur met í sparakstri. Prius bíllinn, sem er Plug-In bíll, fór brautina 20 km löngu og eyddi aðeins 5 teskeiðum af eldsneyti á leiðinni. Eyðsla hans mældist 0,3 lítrar á hverja 100 kílómetra. Engin hraðamet voru sett á leiðinni en Prius bíllinn fór hringinn á 20 mínútum og 59 sekúndum og því hefur meðalhraðinn verið 64 km/klst. Reglur á Nürburgring brautinni kveða reyndar á um að ekki megi aka hægar en á 60 km/klst svo ekki sé þvælst um of fyrir öðrum bílum þar og voru þær reglur ekki brotnar. Til samanburðar fór Porsche 918 brautina á innan við 7 mínútum og á sá bíll hraðametið þar. Prius bíllinn eyddi í raun engu jarðefnaeldsneyti alla leiðina, nema ef undan er skilin ein löng brekka í brautinni, en þá ræsti brunavél bílsins sig í stutta stund.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent