Tiger Woods er bjartsýnn fyrir Opna breska meistaramótið 16. júlí 2014 22:00 Augu margra verða á Woods um helgina. AP/Getty Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur misst af síðustu tveimur risamótum í golfi vegna skurðaðgerðar á baki en hann er meðal þátttakenda á Opna breska meistaramótinu sem hefst á morgun. Woods segir að hann sé að nálgast sitt besta líkamlega form eftir erfiða mánuði að undanförnu þar sem hann hefur dottið niður í 7. sæti á heimslistanum. „Ég finn að með hverri vikunni sem líður þá verð ég sterkari og fæ meiri hraða í sveifluna. Ég myndi ekki segja að ég væri kominn í mitt besta form en ég er mjög nálægt því.“ Þá segir Woods að honum hlakki til að takast á við Royal Liverpool völlinn þar sem hann sigraði á Opna breska síðast þegar að mótið fór þar fram. „Ég er mjög rólegur hérna, það er lítið sem truflar mig og mér líður vel í skrokknum. Þetta er alvöru strandavöllur og það er allaf áhugavert að takast á við þá.“ Þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti á PGA-mótaröðinni síðan að hann kom til baka úr meiðslum, þar sem hann náði ekki einu sinni niðurskurðinum, virðist Woods ekkert slá af kröfunum. Spurður á fréttamannafundi í gær út í væntingar sínar fyrir mótið var svarið stutt og laggott. „Að vinna.“ Allir fjórir hringirnir á Opna breska meistaramótinu verða sýndir í heild í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring í fyrramálið klukkan 08:00.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira