Tiger fékk fimm fugla á seinni níu | Þrír Ítalir á meðal efstu manna Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2014 12:47 Tiger Woods rétti úr kútnum. vísir/getty Tiger Woods hefur lokið leik á fyrsta hring á opna breska meistaramótinu í golfi, en hann spilaði á þremur höggum undir pari í dag og er jafn fjórum öðrum kylfingum í áttunda sæti sem stendur. Hann byrjaði illa í dag og fékk tvo skolla á fyrstu tveimur holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtu holu og var einu höggi yfir pari eftir fyrri níu í dag. Hlutirnir fóru að ganga betur á seinni níu, en þar fékk Tiger þrjá fugla í röð á 11., 12. og 13. holu og var kominn tveimur höggum undir par. Því fylgdi þó annar skolli á 14. holu. En Tiger fékk svo tvo fugla til viðbótar á 15. og 16. holu og paraði svo síðustu tvær. Samtals lék hann á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Í öðru höggi sínu á 18. braut, sem er par fimm, þurfti hann þrívegis að hætta við vegna ljósmyndara sem tók myndir í hvert sinn sem Tiger gerði sig líklegan til að slá. Það líkaði honum illa. Höggið rataði á endanum í erfiða glompu við 18. flötina en Tiger lyfti sér upp úr henni og bjargaði pari.Matteo Manasero er að spila vel.vísir/gettyÞrír Ítalir eru á meðal efstu manna en MatteoManassero spilaði fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla og tvo skolla á fyrsta hring. Þá eru Molinari-bræður, þeir Edoardo og Francesco, báðir á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring líkt og Bandaríkjamaðurinn BrooksKoepka.Rory McIlroy er í miklu stuði, en hann er á sex höggum undir pari eftir 16 holur.Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Molinari-bræður ræða saman.vísir/getty Golf Tengdar fréttir Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00 Tiger rétti úr kútnum eftir erfiða byrjun Fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. 17. júlí 2014 10:37 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods hefur lokið leik á fyrsta hring á opna breska meistaramótinu í golfi, en hann spilaði á þremur höggum undir pari í dag og er jafn fjórum öðrum kylfingum í áttunda sæti sem stendur. Hann byrjaði illa í dag og fékk tvo skolla á fyrstu tveimur holunum. Hann fékk svo fugl á fimmtu holu og var einu höggi yfir pari eftir fyrri níu í dag. Hlutirnir fóru að ganga betur á seinni níu, en þar fékk Tiger þrjá fugla í röð á 11., 12. og 13. holu og var kominn tveimur höggum undir par. Því fylgdi þó annar skolli á 14. holu. En Tiger fékk svo tvo fugla til viðbótar á 15. og 16. holu og paraði svo síðustu tvær. Samtals lék hann á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins. Í öðru höggi sínu á 18. braut, sem er par fimm, þurfti hann þrívegis að hætta við vegna ljósmyndara sem tók myndir í hvert sinn sem Tiger gerði sig líklegan til að slá. Það líkaði honum illa. Höggið rataði á endanum í erfiða glompu við 18. flötina en Tiger lyfti sér upp úr henni og bjargaði pari.Matteo Manasero er að spila vel.vísir/gettyÞrír Ítalir eru á meðal efstu manna en MatteoManassero spilaði fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla og tvo skolla á fyrsta hring. Þá eru Molinari-bræður, þeir Edoardo og Francesco, báðir á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring líkt og Bandaríkjamaðurinn BrooksKoepka.Rory McIlroy er í miklu stuði, en hann er á sex höggum undir pari eftir 16 holur.Opna breska meistaramótið hófst í dag og verða allir keppnisdagarnir fjórir í beinni útsendingu á Golfstöðinni.Molinari-bræður ræða saman.vísir/getty
Golf Tengdar fréttir Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00 Tiger rétti úr kútnum eftir erfiða byrjun Fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. 17. júlí 2014 10:37 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn á Hoylake? Nær Tiger Woods að endurtaka leikinn frá því árið 2006 þegar hann valtaði yfir keppinauta sína á Hoylake-vellinum sem spilað er á í ár eða lengist biðin eftir næsta risatitli? 17. júlí 2014 07:00