Vonandi horfir Suarez á seinni leik KR gegn Celtic Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júlí 2014 08:49 Vísir/Daníel KR-ingurinn Gonzalo Balbi segir að hann hafi hringt og leitað ráða hjá mági sínum, Luis Suarez, fyrir leik liðsins gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Suarez er bróðir Sofiu, eiginkonu Suarez, en á sjálfur íslenska unnustu. „Ég talaði við Luis fyrir leikinn gegn Celtic og ég tala mikið við hann. Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára gamall,“ var haft eftir Balbi í breskum fjölmiðlum. Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli, 1-0, en liðin mætast í Skotlandi á þriðjudagskvöld. „Hann komst ekki á leikinn þar sem hann er að ganga frá sínum málum í Barcelona. Hann hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ sagði Balbi en Suarez var sem kunnugt er seldur frá Liverpool til Barcelona í síðustu viku. Suarez komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði eftir að hann beit í öxl Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu. „Luis er frábær. Ímynd hans er slæm eftir HM en þannig er hann alls ekki. Hann er virkilega indæll og vill gera allt til að hjálpa manni. Maður verður að vera náinn Luis til að þekkja hann og ég er þakklátur fyrir það.“ „Hann er fjölskyldumaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum krakkar og séð hann vaxa og dafna sem leikmaður. Hann er einn sá besti í heimi en trúið mér - hann hefur þurft að berjast fyrir sínu.“ „Hann hefur haft mikil áhrif á mig og er alltaf að gefa mér góð ráð. Kannski horfir hann á síðari leikinn gegn Celtic í sjónvarpinu. Ég vona það.“ Balbi segir að það verði erfitt fyrir KR-inga að slá Celtic úr leik en að þeir ætli að gera sitt besta. „Ég myndi gjarnan vilja komast á sama stall í knattspyrnunni og Luis. En ég veit hversu erfitt það er og það sýndi sig í leiknum gegn Celtic hversu stórt stökkið er upp í Meistaradeildina.“ Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27 Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28 Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
KR-ingurinn Gonzalo Balbi segir að hann hafi hringt og leitað ráða hjá mági sínum, Luis Suarez, fyrir leik liðsins gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar í vikunni. Suarez er bróðir Sofiu, eiginkonu Suarez, en á sjálfur íslenska unnustu. „Ég talaði við Luis fyrir leikinn gegn Celtic og ég tala mikið við hann. Ég hef þekkt hann síðan ég var fimmtán ára gamall,“ var haft eftir Balbi í breskum fjölmiðlum. Celtic vann fyrri leikinn á KR-velli, 1-0, en liðin mætast í Skotlandi á þriðjudagskvöld. „Hann komst ekki á leikinn þar sem hann er að ganga frá sínum málum í Barcelona. Hann hefur mikilvægari hnöppum að hneppa,“ sagði Balbi en Suarez var sem kunnugt er seldur frá Liverpool til Barcelona í síðustu viku. Suarez komst í heimsfréttirnar í síðasta mánuði eftir að hann beit í öxl Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM í Brasilíu. „Luis er frábær. Ímynd hans er slæm eftir HM en þannig er hann alls ekki. Hann er virkilega indæll og vill gera allt til að hjálpa manni. Maður verður að vera náinn Luis til að þekkja hann og ég er þakklátur fyrir það.“ „Hann er fjölskyldumaður. Ég hef þekkt hann síðan við vorum krakkar og séð hann vaxa og dafna sem leikmaður. Hann er einn sá besti í heimi en trúið mér - hann hefur þurft að berjast fyrir sínu.“ „Hann hefur haft mikil áhrif á mig og er alltaf að gefa mér góð ráð. Kannski horfir hann á síðari leikinn gegn Celtic í sjónvarpinu. Ég vona það.“ Balbi segir að það verði erfitt fyrir KR-inga að slá Celtic úr leik en að þeir ætli að gera sitt besta. „Ég myndi gjarnan vilja komast á sama stall í knattspyrnunni og Luis. En ég veit hversu erfitt það er og það sýndi sig í leiknum gegn Celtic hversu stórt stökkið er upp í Meistaradeildina.“
Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27 Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28 Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR - Celtic 0-1 | Svekkjandi tap í Vesturbænum Celtic reyndist of stór biti fyrir KR í 1-0 sigri skoska liðsins í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. KR-ingar börðust hetjulega í leiknum en Celtic skoruðu eina mark leiksins undir lok leiksins. 15. júlí 2014 16:27
Sjáðu markið sem felldi KR KR tapaði naumlega, 0-1, gegn skoska stórliðinu Celtic í kvöld en sigurmark gestanna var ekki það flottasta. 15. júlí 2014 21:28
Balbi er stoltur af mági sínum | Myndband Luis Suarez hefur vinninginn hjá systur hans. 20. júní 2014 18:01