KR var einnig í pottinum og mætir annað hvort Legia Varsjá eða St. Patrick's Athletic ef liðið hefur betur í viðureign sinni gegn skoska stórliðinu Celtic.
Fleiri lið voru ekki í pottinum sem eru með íslenska knattspyrnumenn innanborðs en eina Íslendingaliðið sem kemur beint inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er hollenska meistaraliðið Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá liðinu en þó eru sterkar líkur á því að hann sé á förum annað.
Rúrik tjáði sig um dráttinn á morgun á Twitter-síðu sinni.
Drógumst gegn úkraínsku liði í CL. Veit ekki hvort að eg se spenntur fyrir þvi að fljúga þangað!
— Rurik Gislason (@GislasonRurik) July 18, 2014