Kiðjaberg að kikna vegna rigninga Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2014 11:23 Jóhann á Kiðjabergi. Ef ekki hættir að rigna er lítið annað í kortunum en loka vellinum. Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“ Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Þungt hljóð er í golfurum landsins, þrálátar rigningar aftra því að menn komist á golfvöllinn en ætla má að um 20 þúsund manns stundi golf á Íslandi að staðaldri. Einn glæsilegasti völlur landsins er Kiðjabergið. Jóhann Friðbjörnsson, formaður GKB segir að ef veður lagist ekki fljótlega sé ekki um neitt annað að ræða en loka vellinum -- reksturinn er að komast í þrot. Áhyggjur þeirra í golfheiminum er mikill en Kylfingur.is fjallar um málið. Jóhann segir, í samtali við Vísi, að sumarið hafi farið ágætlega af stað. Maí-mánuður var mjög góður og framan af júní, en svo byrjaði að rigna. Og rigna. „Júlímánuður, sem er okkar stærsti mánuður hefur verið afleitur. Það hefur rignt hér nánast alla daga í mánuðinum. Maður skilur kylfinga vel, að þeir mæti ekki þegar svona hefur viðrað,“ segir Jóhann. Sem sjálfur er kylfingur, býr við golfvöllinn og hann nennir ekki að klæða sig í regngallann dag eftir dag. „Sjálfur er ég mikill golfari en ég hef ekki spilað golf síðan 29. júní. Ekki eitt högg. Það segir mikla sögu.“Manstu eftir öðru eins? „Alla vega ekki síðan ég fór að hafa afskipti af þessum rekstri hérna. Ég er búinn að koma nálægt þessu í tíu ár og formaður og ég man ekki eftir svona sumri. Og bara, síðan maður byrjaði í golfi sjálfur fyrir einhverjum 40 árum síðan, þá man ég ekki eftir svona rigningatíð heilt sumar.“ Sumarið í fyrra var ekki hagstætt kylfingum, þá var rok og rigning en Jóhann segir að það sem bjargaði því sumri var að það stytti oft upp um helgar. Nú er því ekki að heilsa. „Aðsóknin þá var góð um helgar. Nú er þetta bara þannig að það hefur dregið úr aðsókn alla daga.“Þú segir að reksturinn sé kominn að þolmörkum? „Já, við byggjum okkar rekstur alfarið á félagsgjöldum, vallargjöldum, rekstri golfbíla og öðru slíku og þegar svona árar verður erfitt að halda úti rekstri því við gerðum náttúrlega ráð fyrir því að þurfa að borga mönnum laun og annað; kaupa áburð, fræ og slíkt. Og það verður ekki mikið eftir ef þetta heldur áfram svona,“ segir Jóhann. En til þess ber þó að líta að Kiðjabergsvöllur stendur vel fjárhagslega, byggir á traustum grunni, skuldar ekki neitt og því verður að telja afar ólíklegt að til þess komi. En, enginn er búmaður nema barmi sér. Kiðjabergið er einn glæsilegasti völlur landsins og að sögn Jóhanns þolir hann rigninguna ágætlega. Ekki hefur þurft að loka fyrir umferð golfbíla einn einasta dag þrátt fyrir þessa úrkomu. Völlurinn er óaðfinnanlegur og í frábæru ástandi. Hefur sjaldan verið betra.Þú ert væntanlega í sambandi við kollega þína á öðrum völlum? „Það er þungt hljóð í mönnum. Þetta er svipað ástand hér á Suðurlandi og jafnvel höfuðborgarsvæðinu líka. Allstaðar hefur dregið mjög úr innkomu.“
Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira