Ódýrasta gerð Íslandsjepplingsins Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 10:41 Stæðilegur jepplingur Toyota RAV4. Reynsluakstur – Toyota RAV4 Einn af vinsælustu bílum síðustu ára hérlendis er Toyota RAV4 og fullt eins og Toyota Land Cruiser jeppinn hefur verið nefndur Íslandsjeppinn, gæti RAV4 verið kallaður Íslandsjepplingurinn. Hann er nú af fjórðu kynslóð en RAV4 kom fyrst á markað árið 1994 og ruddi leiðina fyrir jepplinga í heiminum. Nýlega kom til landsins ódýrasta útgáfa RAV4 sem undirritaður telur langbestu kaupin í þessum bíl. Hann er með 2,0 lítra dísilvél og er beinskiptur og hreint ágætlega búinn að öllu leiti. Í þessum bíl fær kaupandinn allt það sem skiptir raunverulega máli í RAV4 á næstum tveimur milljónum lægra verði en dýrasta útgáfa hans, sem kostar 7.390.000 kr. Þessi útgáfa hans kostar hinsvegar 5.440.000 kr. Þegar Toyota hóf framleiðslu á RAV4 vildi fyrirtækið sameina kosti jeppa hvað stærð varðar og eyðslu venjulegs fólksbíls. Segja má að það hafi sannarlega tekist í þessari útgáfu bílsins því hann er einkar eyðslugrannur bíll.Afar sparneytin dísilvélVélin í þessari útgáfu RAV4 er 2,0 lítra og 124 hestafla common-rail dísilvél með forþjöppu. Þetta virkar ekki há hestaflatala, en þar sem tog hennar er 310 Nm er hún nægilega öflug fyrir bílinn og undan engu að kvarta þar þó svo hér sé ekki á ferðinni spyrnukerra. Með henni er bíllinn 10,5 sekúndur í 100, sem er alls ekki svo slæmt fyrir jeppling. Stóri kosturinn við þessa vél er hinsvegar hve litlu hún eyðir. Í reynsluakstri var hún ávallt undir 7 lítrum á hundraðið og hún ætti að geta nálgast 5 lítrana ef farið er á honum útá land. Það er alls ekki slæmt fyrir svo stóran bíl. Ekki stærri né aflmeiri vél en þessi kemur nokkuð niður á toggetu á aftanívögnum, en hann togar farm allt að 750 kílóum og 1.600 ef aftanívagn er með hemlum. Þessi tiltölulega nýja kynslóð RAV4 er allnokkru stærri en forverinn, 20,5 cm lengri og 3 cm breiðari. Það finnst strax og inní bílinn er komið. Á því ber þó mest í mjög svo rúmu fótaplássi fyrir aftursætisfarþega og fer einkar vel um þá sem þar sitja.Merkilega vel búinnEin ástæða þess að þessi útgáfa RAV4 er svona ódýr er að bíllinn er beinskiptur, með 6 gíra. Greinarskrifara þykir það bara kostur og er þessi beinskipting hin ágætasta. Kúplingin tekur örlítið neðarlega og þarf að venjast því. Einnig þarf að standa dálítið á olígjöfinni þegar lagt er af stað svo ekki komi til þess að drepist á bílnum. Með marga dísilbíla er það svo að það þarf eiginlega ekki að standa á henni er kúplingunni er sleppt þar sem togið er svo mikið. Öllu þarf þessu að venjast, en það tekur enga stund og gleymist fljótt. Þrátt fyrir að þessi RAV4 sé á svo góðu verði er ekki þar með sagt að bíllinn sé ekki ríkulega búinn. Þvert á móti er í honum búnaður sem kaupendur hans gætu ekki krafist fyrir verð hans. Auk þess kemur hann á þrusuflottum felgum, hann er með LED ljós, bakkmyndavél, rafdrifinn afturhlera, leðurklætt stýri, hraðastilli og fleira góðgæti sem gleður. Eitt af því sem margir telja kost sem aukabúnaður eru skyggðar afturrúður og þannig er það í þessum bíl. Þær eru, eins og með marga aðra bíla, alltof dökkar og ef hægt væri að panta bílinn án þessa væri það gott. Betra er að sjá veröldina eins og hún er og þessar skyggingar eiga miklu fremur við í sólríkari og bjartari löndum en á Íslandi.Engin fimleikastjarna en þægilegur í akstriAkstur RAV4 er auðveldur og ljúfur en hann á samkeppnisaðila í jepplingaflokki sem slá honum rækilega við í aksturseiginleikum. RAV4 telst ekki með fimustu bílum ef tekið er vel á honum, en í daglegum akstri gerir hann allt sem eðlilegt telst að gera kröfu til. Það er það sem flestir kaupendur hans eru að leita eftir, þ.e. þægindi í akstri. Fjöðrun bílsins fer einkar vel með ökumann og hin klassíska prófun að fara hratt yfir hraðahindranir stóðst hann með glans og ekki bar á því að hann henti afturhlutanum óeðlilega. Toyota RAV4 tók með síðustu kynslóð stórtækum framförum í útliti og er ansi sportlegur á að líta. Hann hefur losað sig við varadekkið á afturhleranum, en í staðinn er ekkert eiginlegt varadekk, heldur aumingi undir farangursgólfinu. Gæti talist ókostur ef farið er á erfiðari slóðir, en það léttir bílinn. Afturhlerinn opnast nú upp en ekki til hliðar. Toyota hefur gert góða hluti hvað varðar hljóðeinangrun bílsins og bætt þar verulega í. Toyota RAV4 í þessari útfærslu er á flottu verði og fá kaupendur mikið fyrir aurinn.Kostir: Mikið rými, lág eyðsla, búnaður, verðÓkostir: Aksturseiginleikar, lítil toggeta aftanívagna2,0 l. dísilvél, 124 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 5,3 l./100 km í bl. akstriMengun: 137 g/km CO2Hröðun: 10,5 sek.Hámarkshraði: 180 km/klstVerð: 5.440.000 kr.Umboð: Toyota á ÍslandiNú opnast afturhlerinn upp en ekki til hliðpar eins og í fyrri kynslóðum bílsins.Hugguleg innrétting í RAV4.Beinskiptur og telst það kostur með þessari vél. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent
Reynsluakstur – Toyota RAV4 Einn af vinsælustu bílum síðustu ára hérlendis er Toyota RAV4 og fullt eins og Toyota Land Cruiser jeppinn hefur verið nefndur Íslandsjeppinn, gæti RAV4 verið kallaður Íslandsjepplingurinn. Hann er nú af fjórðu kynslóð en RAV4 kom fyrst á markað árið 1994 og ruddi leiðina fyrir jepplinga í heiminum. Nýlega kom til landsins ódýrasta útgáfa RAV4 sem undirritaður telur langbestu kaupin í þessum bíl. Hann er með 2,0 lítra dísilvél og er beinskiptur og hreint ágætlega búinn að öllu leiti. Í þessum bíl fær kaupandinn allt það sem skiptir raunverulega máli í RAV4 á næstum tveimur milljónum lægra verði en dýrasta útgáfa hans, sem kostar 7.390.000 kr. Þessi útgáfa hans kostar hinsvegar 5.440.000 kr. Þegar Toyota hóf framleiðslu á RAV4 vildi fyrirtækið sameina kosti jeppa hvað stærð varðar og eyðslu venjulegs fólksbíls. Segja má að það hafi sannarlega tekist í þessari útgáfu bílsins því hann er einkar eyðslugrannur bíll.Afar sparneytin dísilvélVélin í þessari útgáfu RAV4 er 2,0 lítra og 124 hestafla common-rail dísilvél með forþjöppu. Þetta virkar ekki há hestaflatala, en þar sem tog hennar er 310 Nm er hún nægilega öflug fyrir bílinn og undan engu að kvarta þar þó svo hér sé ekki á ferðinni spyrnukerra. Með henni er bíllinn 10,5 sekúndur í 100, sem er alls ekki svo slæmt fyrir jeppling. Stóri kosturinn við þessa vél er hinsvegar hve litlu hún eyðir. Í reynsluakstri var hún ávallt undir 7 lítrum á hundraðið og hún ætti að geta nálgast 5 lítrana ef farið er á honum útá land. Það er alls ekki slæmt fyrir svo stóran bíl. Ekki stærri né aflmeiri vél en þessi kemur nokkuð niður á toggetu á aftanívögnum, en hann togar farm allt að 750 kílóum og 1.600 ef aftanívagn er með hemlum. Þessi tiltölulega nýja kynslóð RAV4 er allnokkru stærri en forverinn, 20,5 cm lengri og 3 cm breiðari. Það finnst strax og inní bílinn er komið. Á því ber þó mest í mjög svo rúmu fótaplássi fyrir aftursætisfarþega og fer einkar vel um þá sem þar sitja.Merkilega vel búinnEin ástæða þess að þessi útgáfa RAV4 er svona ódýr er að bíllinn er beinskiptur, með 6 gíra. Greinarskrifara þykir það bara kostur og er þessi beinskipting hin ágætasta. Kúplingin tekur örlítið neðarlega og þarf að venjast því. Einnig þarf að standa dálítið á olígjöfinni þegar lagt er af stað svo ekki komi til þess að drepist á bílnum. Með marga dísilbíla er það svo að það þarf eiginlega ekki að standa á henni er kúplingunni er sleppt þar sem togið er svo mikið. Öllu þarf þessu að venjast, en það tekur enga stund og gleymist fljótt. Þrátt fyrir að þessi RAV4 sé á svo góðu verði er ekki þar með sagt að bíllinn sé ekki ríkulega búinn. Þvert á móti er í honum búnaður sem kaupendur hans gætu ekki krafist fyrir verð hans. Auk þess kemur hann á þrusuflottum felgum, hann er með LED ljós, bakkmyndavél, rafdrifinn afturhlera, leðurklætt stýri, hraðastilli og fleira góðgæti sem gleður. Eitt af því sem margir telja kost sem aukabúnaður eru skyggðar afturrúður og þannig er það í þessum bíl. Þær eru, eins og með marga aðra bíla, alltof dökkar og ef hægt væri að panta bílinn án þessa væri það gott. Betra er að sjá veröldina eins og hún er og þessar skyggingar eiga miklu fremur við í sólríkari og bjartari löndum en á Íslandi.Engin fimleikastjarna en þægilegur í akstriAkstur RAV4 er auðveldur og ljúfur en hann á samkeppnisaðila í jepplingaflokki sem slá honum rækilega við í aksturseiginleikum. RAV4 telst ekki með fimustu bílum ef tekið er vel á honum, en í daglegum akstri gerir hann allt sem eðlilegt telst að gera kröfu til. Það er það sem flestir kaupendur hans eru að leita eftir, þ.e. þægindi í akstri. Fjöðrun bílsins fer einkar vel með ökumann og hin klassíska prófun að fara hratt yfir hraðahindranir stóðst hann með glans og ekki bar á því að hann henti afturhlutanum óeðlilega. Toyota RAV4 tók með síðustu kynslóð stórtækum framförum í útliti og er ansi sportlegur á að líta. Hann hefur losað sig við varadekkið á afturhleranum, en í staðinn er ekkert eiginlegt varadekk, heldur aumingi undir farangursgólfinu. Gæti talist ókostur ef farið er á erfiðari slóðir, en það léttir bílinn. Afturhlerinn opnast nú upp en ekki til hliðar. Toyota hefur gert góða hluti hvað varðar hljóðeinangrun bílsins og bætt þar verulega í. Toyota RAV4 í þessari útfærslu er á flottu verði og fá kaupendur mikið fyrir aurinn.Kostir: Mikið rými, lág eyðsla, búnaður, verðÓkostir: Aksturseiginleikar, lítil toggeta aftanívagna2,0 l. dísilvél, 124 hestöflFjórhjóladrifEyðsla: 5,3 l./100 km í bl. akstriMengun: 137 g/km CO2Hröðun: 10,5 sek.Hámarkshraði: 180 km/klstVerð: 5.440.000 kr.Umboð: Toyota á ÍslandiNú opnast afturhlerinn upp en ekki til hliðpar eins og í fyrri kynslóðum bílsins.Hugguleg innrétting í RAV4.Beinskiptur og telst það kostur með þessari vél.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent