Renaultsport Mégane 265 nær Nordschleife metinu aftur Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 15:15 Renault Megane Renaultsport 265 í Nordschleife. Bílablað Fréttablaðsins fjallaði um það í síðasta mánuði að Renault hyggðist ná aftur metinu á Nordschleife fyrir hraðskreiðasta framdrifsbílinn og fór mettilraunin þann 16. júní síðastliðinn. Renault Mégane hefur af mörgum verið talinn einn besti framdrifsbíllinn með tilliti til aksturseiginleika. Til sönnunar því hefur Renault sett met á einni alræmdustu kappakstursbraut í heimi, Nurburgring Nordschleife en metið hirti hinsvegar Seat Leon Cupra 280 með tímanum 7 mínútur og 58,4 sekúndur í apríl. Renault hefur tvisvar áður náð þessu meti og síðast var það Mégane 265 sem hélt metinu á tímanum 8 mínútur 7,97 sekúndur. Seat hélt metinu hinsvegar ekki lengi því um daginn sló Renaultsport Mégane 265 metið þegar bíllinn náði hreint ótrúlegum tíma, 7 mínútum og 54,36 sekúndum. Til að setja tímann í samhengi þá er þessi tími á pari við 997 útgáfuna af Porsche 911 Turbo sem er 473 hestafla ofurbíll. Það ætti því ekki að leika neinn vafi á getu Renault í þessum efnum. Renault er því að gera ótrúlega hluti með þessum magnaða bíl en margir komu að mettilrauninni eins og slóvanski pústframleiðandinn Akropovic, sænski demparaframleiðandinn Öhlins og Michelin dekkjaframleiðandinn. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Bílablað Fréttablaðsins fjallaði um það í síðasta mánuði að Renault hyggðist ná aftur metinu á Nordschleife fyrir hraðskreiðasta framdrifsbílinn og fór mettilraunin þann 16. júní síðastliðinn. Renault Mégane hefur af mörgum verið talinn einn besti framdrifsbíllinn með tilliti til aksturseiginleika. Til sönnunar því hefur Renault sett met á einni alræmdustu kappakstursbraut í heimi, Nurburgring Nordschleife en metið hirti hinsvegar Seat Leon Cupra 280 með tímanum 7 mínútur og 58,4 sekúndur í apríl. Renault hefur tvisvar áður náð þessu meti og síðast var það Mégane 265 sem hélt metinu á tímanum 8 mínútur 7,97 sekúndur. Seat hélt metinu hinsvegar ekki lengi því um daginn sló Renaultsport Mégane 265 metið þegar bíllinn náði hreint ótrúlegum tíma, 7 mínútum og 54,36 sekúndum. Til að setja tímann í samhengi þá er þessi tími á pari við 997 útgáfuna af Porsche 911 Turbo sem er 473 hestafla ofurbíll. Það ætti því ekki að leika neinn vafi á getu Renault í þessum efnum. Renault er því að gera ótrúlega hluti með þessum magnaða bíl en margir komu að mettilrauninni eins og slóvanski pústframleiðandinn Akropovic, sænski demparaframleiðandinn Öhlins og Michelin dekkjaframleiðandinn.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent