Volvo selur kínverska framleiðslu í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2014 16:15 Lengri gerð Volvo S60 sem fær stafinn L í endann. Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær. Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent
Þó að engir kínverskir bílar séu til sölu í Bandaríkjunum nú er ekki þar með sagt að engir bílar frá Kína verði þar brátt til sölu. Volvo ætlar á næsta ári að framleiða lengri gerð hins vinsæla Volvo S60 bíls í Kína og flytja hluta framleiðslunnar til sölu í Bandaríkjunum. Reyndar stendur til að gera þetta með fleiri bílgerðir og að flytja þá til fleiri landa. Á næsta ári er einmitt líklegt að þeir Volvo XC90 bílar sem seldir verði í Rússlandi verði einnig framleiddir í Kína. Stærsta ástæðan fyrir því að selja kínversk framleidda bíla í Bandaríkjunum er sú að gengi dollarans gangvart kínverska yuaninu er hagstæðara og stöðugra en gagnvart sænsku krónunni. Volvo hræðist mjög skyndilegar gengissveiflur og er með þessu að koma í veg fyrir þær.
Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent