8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2014 08:45 Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður. Við bakka Ytri Rangár í gær var gífurleg úrkoma en veiðimenn voru engu að síður að berjast við að koma flugunni út í ánna. Væntingarvísitalan var þess vegna frekar lág þegar veiði hófst um morguninn en það lagaðist þegar leið á daginn enda voru staðfestir 8 laxar á land um klukkan 18:00 og þá voru þó fjórir tímar eftir af veiðideginum. Það komu laxar upp úr Djúpós, Ægissíðufossi, Tjarnarbreiðu, 17 1/2, Klöpp og Rangárflúðum. Eitthvað slapp af laxi líka og þykir þetta ágætt miðað við aðstæður og árstíma, allt fallegur tveggja ára lax og allt tekið á flugu. Eystri Rangá var súkkulaðilituð í gær svo ekki er að vænta talna úr henni en klakveiðinni lauk í vikunni og hefðbundin veiðitími hófst í gær. Um 40 laxar komu í klakveiðinni og ekki einn smálax var í þeim hóp. Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Ásgarður að koma sterkur inn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði
Þrátt fyrir úrhellisrigningu sem gekk yfir landið mest allt í gær létu veiðimenn það ekki á sig fá og þeir sem gátu veitt árnar sem ekki voru litaðar slitu upp laxa þrátt fyrir aðstæður. Við bakka Ytri Rangár í gær var gífurleg úrkoma en veiðimenn voru engu að síður að berjast við að koma flugunni út í ánna. Væntingarvísitalan var þess vegna frekar lág þegar veiði hófst um morguninn en það lagaðist þegar leið á daginn enda voru staðfestir 8 laxar á land um klukkan 18:00 og þá voru þó fjórir tímar eftir af veiðideginum. Það komu laxar upp úr Djúpós, Ægissíðufossi, Tjarnarbreiðu, 17 1/2, Klöpp og Rangárflúðum. Eitthvað slapp af laxi líka og þykir þetta ágætt miðað við aðstæður og árstíma, allt fallegur tveggja ára lax og allt tekið á flugu. Eystri Rangá var súkkulaðilituð í gær svo ekki er að vænta talna úr henni en klakveiðinni lauk í vikunni og hefðbundin veiðitími hófst í gær. Um 40 laxar komu í klakveiðinni og ekki einn smálax var í þeim hóp.
Stangveiði Mest lesið Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Vorveiðin komin á Veiða.is Veiði Nám fyrir veiðileiðsögn Veiði Ásgarður að koma sterkur inn Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Rjúnaveiðar aðeins leyfðar frá hádegi Veiði