22 laxar komnir úr Korpu Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2014 16:25 Það er búin að vera ágætis veiði í Korpu frá því að hún opnaði en á 9 dögum eru komnir 22 laxar á tvær stangir. Nokkuð líf hefur verið á neðstu stöðunum en veiðistaðirnir þar eru Pallurinn, Berghylur og Foss og gefa þeir gjarnan mestu veiðina þegar tímabilið hefst en þegar jafn mikið og gott vatn er í ánni og nú er laxinn mjög fljótur að fara upp ánna og það er ekki óalgengt að setja í laxa í Stíflu nokkrum dögum eftir opnun. Nokkuð af laxi hefur dreift sér um ánna og á kvölgöngu í gær fundust laxar á Breiðu, Þjófahyl, Göngubrúarhyl, Símastreng og nokkrir voru líka í Leyningum. Þar sem áin er ekki vatnsmikil og aðgengi gott hefur hún notið mikilla vinsælda hjá byrjendum og fjölskyldufólki sem vill eiga möguleika á að ungir veiðimenn setji þarna í Maríulax en þær eru ekki margar árnar sem státa af jafn mörgum Maríulöxum á hverju sumri eins og Korpa og Elliðaár. Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði
Það er búin að vera ágætis veiði í Korpu frá því að hún opnaði en á 9 dögum eru komnir 22 laxar á tvær stangir. Nokkuð líf hefur verið á neðstu stöðunum en veiðistaðirnir þar eru Pallurinn, Berghylur og Foss og gefa þeir gjarnan mestu veiðina þegar tímabilið hefst en þegar jafn mikið og gott vatn er í ánni og nú er laxinn mjög fljótur að fara upp ánna og það er ekki óalgengt að setja í laxa í Stíflu nokkrum dögum eftir opnun. Nokkuð af laxi hefur dreift sér um ánna og á kvölgöngu í gær fundust laxar á Breiðu, Þjófahyl, Göngubrúarhyl, Símastreng og nokkrir voru líka í Leyningum. Þar sem áin er ekki vatnsmikil og aðgengi gott hefur hún notið mikilla vinsælda hjá byrjendum og fjölskyldufólki sem vill eiga möguleika á að ungir veiðimenn setji þarna í Maríulax en þær eru ekki margar árnar sem státa af jafn mörgum Maríulöxum á hverju sumri eins og Korpa og Elliðaár.
Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Fínasti veiðiklúbburinn fékk fáa í Aðaldal Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði