Íslenski boltinn

Leiknismenn á toppinn eftir sannfærandi sigur á Þrótti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Leiknir úr Breiðaholti kom sér upp í toppsæti 1. deildar karla í fótbolta eftir 3-0 sigur á Þrótti á Valbjarnarvelli í kvöld en Þróttarar eru í 4. sæti deildarinnar.

Leiknismenn sem höfðu fyrir leikinn "aðeins" skorað tíu mörk í fyrstu átta leikjum sínum voru komnir í 3-0 í hálfleik með mörkum frá Sindri Björnssyni, Hilmari Árna Halldórssyni og Kristjáni Páli Jónssyni.

Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum og Leiknisliðið hélt marki sínu hreinu í sjöunda sinn í fyrstu níu umferðum 1. deildarinnar.

Leiknir hefur tveggja stiga forskot á ÍA en Skagamenn eiga leik inni á móti KV á Akranesi á morgun. Leiknismenn hafa aðeins tapað einum leik í 1. deildinni í sumar og hann kom einmitt á móti Skagamönnum.


Tengdar fréttir

BÍ/Bolungarvík og Grindavík með góða útisigra

BÍ/Bolungarvík og Grindavík unnu bæði góða útisigra í 1. deild karla í fótbolta í kvöld, BÍ/Bolungarvík sótti þrjú stig í Ólafsvík en Grindvíkingar fóru í góða ferð norður og unnu 2-1 sigur á KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×