Baltasar Kormákur vill veðreiðar á Landsmót hestamanna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júlí 2014 16:07 Baltasar vill fá veðreiðar á Landsmót hestamanna. „Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“ Hestar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
„Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“
Hestar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira