Baltasar Kormákur vill veðreiðar á Landsmót hestamanna Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. júlí 2014 16:07 Baltasar vill fá veðreiðar á Landsmót hestamanna. „Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“ Hestar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
„Ég myndi vilja fá veðreiðar inn aftur. Ég er alveg sannfærður um að það sé hægt að hafa skemmtilegar veðreiðar sem að eru styrktarmálefni, eða eitthvað slíkt, þannig að það sé ekki beint svona „hardcore“ peningalykt af því,“ segir Baltasar Kormákur leikstjóri um Landsmót hestamanna. Baltasar lýsti þessari skoðun sinni í þættinum Upphitun fyrir landsmót, á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Í þættinum lýsir hann þessari skoðun sinni nánar: „Það vantar eitthvað svona „kick“ sem að fólk fær út úr slíku.“ Baltasar var einnig spurður um stökk og hvort ætti að taka það aftur upp á dagskrá landsmótsins. „Allir skilja stökk. [...] Og það skilja allir hver kemur fyrstur í mark. Skeið er náttúrulega frábært en það er aðeins meira fyrir þá sem eru lengra komnir.“ Baltasar bendir á að með fleiri sjónvarpsútsendingum frá mótinu verði stökk og veðreiðar enn vinsælli. „Þá er fólk að taka þátt í þessu heima hjá sér. Það er hægt að opna þetta heilmikið með þessu. Ég er algjörlega á því að það megi gera þetta.“ Sigurbjörn Bárðason, hestamaður og fyrrum íþróttamaður ársins, tekur undir þessar tillögur. „Þetta er eitthvað sem á mjög mikið erindi, því það geta allir séð hver kemur fyrstur í mark þegar þeir þurfa ekki að hlusta á miklar talnarunur og það myndi breikka þetta.“Nóg að gera Axel Ómarsson framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna, telur að hugmynd Baltasars sé góð og gæti gert mikið fyrir hinn almenna áhorfanda. Keppt var í kappreiðum á áttunda áratugnum og telur Axel að veiðreiðar gætu hjálpað til við að markaðssetja mótið. „Við finnum það í ár að það er miklu meira af erlendum ferðamönnum en áður, enda hefur mótið verið markaðssett með þá í huga. Ég held að veðreiðar og stökk gætu hjálpað þeim og öðrum sem eru ekki vanir að fylgjast með hestamennsku, að fá áhuga á mótinu.“ Axel segir annars stemninguna vera rífandi góða á Hellu. „Í gær vorum við með um fjögur þúsund gesti, sem er mjög gott. Það hefur þótt frábært að fá fjögur þúsund manns á miðvikudegi, ef dagurinn er sérstaklega sólríkur. Þannig að miðað við aðstæður er þetta algjörlega frábært.“
Hestar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira