Mikið vatn í Brynjudalsá en nokkuð af laxi gengin í hana Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2014 10:36 Fallegur lax úr opnun Brynjudalsár www.hreggnasi.is Brynjudalsá fer yfirleitt nokkuð undir radar í umfjöllunum um veiði á sumrin enda fer ekki mikið fyrir þessari nettu á rétt við Hvalfjarðarbotn. Þrátt fyrir það er þessi að gefa góða veiði og yfirleitt með 150-250 laxa yfir sumarið og stundum meira. Áin opnaði 1. júlí við mjög erfiðar aðstæður en þá var hún fjórföld í vatni, kakólituð og þar af leiðandi óveiðanleg hefði maður haldið en samt tókst þeim sem voru í ánni að slíta upp einn vænann lax. Áin er mjög viðkvæm fyrir miklum rigningum enda er hún dragá og mjög snögg upp í vatni ef það kemur skyndilegt úrheli. Nokkuð af laxi er gengið í hana og má sjá um 30-40 laxa í Bárðafossi sem eiga eftir að fara hratt upp fossinn þegar vatnið sjatnar aðeins. Frá Bárðarfoss upp að Efri Foss er ekki rétt rúmur kílómetri en þar leynast engu að síður nokkrir góðir veiðistaðir. Rétt fyrir ofan foss er smá breiða þar sem laxinn stoppar oft eftir að hafa komist upp stigann og þarna er yfirleitt hægt að hitta á lax fyrst á morgnana. Þar fyrir ofan koma 4 góðir veiðistaðir áður en komið er að Efri Fossi en svo er svæðið þar fyrir ofan er aftur á móti fullt af skemmtilegum veiðistöðum. Það kemur oft mikið af sjóbirting í Brynjudalsá og hann fer yfirleitt hratt upp ánna beint á efra svæðið og þar má stundum finna hann í stórum torfum. Uppselt er í Brynjudalsá í júlí en einhverjar stangir eru lausar í ágúst og september. Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Opnunin í Skjálfandafljóti lofar góðu Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði Frábært vatn fyrir byrjendur og lengra komna Veiði
Brynjudalsá fer yfirleitt nokkuð undir radar í umfjöllunum um veiði á sumrin enda fer ekki mikið fyrir þessari nettu á rétt við Hvalfjarðarbotn. Þrátt fyrir það er þessi að gefa góða veiði og yfirleitt með 150-250 laxa yfir sumarið og stundum meira. Áin opnaði 1. júlí við mjög erfiðar aðstæður en þá var hún fjórföld í vatni, kakólituð og þar af leiðandi óveiðanleg hefði maður haldið en samt tókst þeim sem voru í ánni að slíta upp einn vænann lax. Áin er mjög viðkvæm fyrir miklum rigningum enda er hún dragá og mjög snögg upp í vatni ef það kemur skyndilegt úrheli. Nokkuð af laxi er gengið í hana og má sjá um 30-40 laxa í Bárðafossi sem eiga eftir að fara hratt upp fossinn þegar vatnið sjatnar aðeins. Frá Bárðarfoss upp að Efri Foss er ekki rétt rúmur kílómetri en þar leynast engu að síður nokkrir góðir veiðistaðir. Rétt fyrir ofan foss er smá breiða þar sem laxinn stoppar oft eftir að hafa komist upp stigann og þarna er yfirleitt hægt að hitta á lax fyrst á morgnana. Þar fyrir ofan koma 4 góðir veiðistaðir áður en komið er að Efri Fossi en svo er svæðið þar fyrir ofan er aftur á móti fullt af skemmtilegum veiðistöðum. Það kemur oft mikið af sjóbirting í Brynjudalsá og hann fer yfirleitt hratt upp ánna beint á efra svæðið og þar má stundum finna hann í stórum torfum. Uppselt er í Brynjudalsá í júlí en einhverjar stangir eru lausar í ágúst og september.
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Laxinn mættur í Langá Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Veiði Opnunin í Skjálfandafljóti lofar góðu Veiði Könnun um stangveiði á Íslandi Veiði Frábært vatn fyrir byrjendur og lengra komna Veiði