„Það þykknar upp hér sunnanlands og fer að rigna seint í nótt,“ segir Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur um nýjustu spá Veðurstofunnar. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og víðar vöknuðu upp í blíðskaparveðri í morgun sem gáfu íbúum ef til vill von um betri tíð eftir veður síðustu viku.
„Það lítur út fyrir minnkandi rigningu á Norðurlandi í dag og svo léttir til á Austurlandi. Bjart og sól þar síðar í dag,“ segir Björn Sævar og hvetur fólk til að njóta sólarinnar á meðan hún er. „Neyttu á meðan á nefinu stendur segir í þjóðsögunni.“
Björn Sævar segir útlit fyrir rigningu á sunnanverðu og vestanverðu landinu á morgun. „Á fimmtudagskvöldinu gæti mikið rignt hér sunnan og vestanlands. Síðan verður áfram rigning á föstudaginn en besta veðrið verður á Norðausturlandi í lok vikunnar. Útlit er fyrir að um helgina verði austlæg átt með rigningu fyrir sunnan og austan. Samkvæmt spám Veðurstofunnar verður því besta veðrið fyrir norðan um helgina.“
Sólin í Reykjavík skammgóður vermir
Atli Ísleifsson skrifar
