Glæfraakstur á Landsmóti hestamanna: "Það lá við að þeir keyrðu yfir fólk“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 21:00 Frá Landsmóti Hestamanna á Gaddstadaflötum við Hellu um liðna helgi. Vísir/Bjarni Þór Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku. Hestar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Hættuástand skapaðist á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum þegar keppendur mættu á stórum bílum með aftanívagna og virtu ekki umferðarreglur. Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri mótsins, segir við Vísi að mjög snemma á mótinu, sem stóð yfir frá sunnudeginum 30. júní og lauk nú á sunnudaginn, hafi skapast mikil hætta. Allir gestir Landsmóts óku inn um aðalhlið til að komast inn á svæðið. Keppendur og aðstandendur þeirra óku svo í gegnum annað hlið til að koma hestakerrum sínum nær keppnissvæðinu. „Þar komu menn akandi á nokkurra tonna bíl og með annað eins aftan í. Óku langt yfir eðlilegum hraða, sinntu ekki stöðvunarskildu í aðgangshliðinu og voru nærri því að keyra yfir fólk,“ segir Axel. Um keppendur og/eða aðstandendur þeirra var að ræða. Gestir Landsmóts voru líklega í kringum eitt þúsund þegar þarna var komið við sögu Landsmóts. Áður en yfir lauk voru tíu þúsund gestir á mótinu sem náði hámarki um liðna helgi. Starfsmenn öryggisgæslu kvörtuðu yfir hegðun viðkomandi keppenda til mótsstjórnar mótsins sem brást skjótt við að sögn Axels. „Við tókum þetta föstum tökum,“ segir Axel. Lögreglan hafi verið fengin til að hraðamæla og öllum keppendum, sem óku inn á svæðið, hafi verið afhent viðvörun þess efnis að yrðu þeir uppvísir að óeðlilegu aksturslagi ættu þeir á hættu að missa keppnisrétt sinn á mótinu. Það hafi orðið til þess að bæta hegðun ökumanna. Axel bendir á að framkoma gesta á mótinu hafi upp til hópa verið til fyrirmyndar. Vissulega hafi þurft að vísa gestum af svæðinu sem ekki virtu umgengnisreglur en það verði ekki umflúið á jafnstórum samkomum og þessum. Fulltrúi lögreglu á Hvolsvelli tók undir orð framkvæmdastjórans um góða hegðun landsmótsgesta í samtali við Vísi á sunnudag. Axel segir mótsstjórnina hafa starfað vel með gæslu og lögreglu allan tímann. Var til að myndan athugað hvort ökumenn væru í ökuhæfi ástandi áður en þeir yfirgáfu Gaddstaðaflatir á sunnudeginum sem varð til þess að löng biðröð bíla myndaðist útaf keppnissvæðinu.Þessir gestir á mótinu höfðu það gott í brekkunni.Vísir/Bjarni ÞórÓttaðist um starfsfólk sitt Guðjón Ebbi Guðjónsson, umsjónarmaður gæslu á svæðinu fyrir hönd L&E ehf., segir að afhending viðvarana hafi verið væg aðgerð en tilefnið hafi verið ærið. „Aksturlagið var hættulegt fyrir starfsfólkið mitt, starfsfólk landsmóts og aðra gesti,“ segir Guðjón. Börn hafi verið á svæðinu þar sem dæmi voru um ofsaakstur. Þá hafi starfsfólk hans verið í hættu. Auk þess viðurkennir Guðjón Ebbi að upp hafi komið mál þar sem ekið hafi verið utan í starfsfólk mótsins þegar það skoðaði armbönd gesta er þeir keyrðu inn á svæðið. „Okkur Íslendingum liggur alltaf svo mikið á,“ segir Guðjón Ebbi. „Það sluppu allir við slys en það eru fleiri en eitt og tvö dæmi um að bílunum hafi nuddað utan í starfsmenn til að ryðjast áfram,“ segir hann. Ekki hafi endilega verið um viljaverk að ræða heldur hafi ákafinn verið of mikill. Lögregla hafi í kjölfarið sett upp hraðamerkingar á svæðinu en 15 km/klst var hámarkshraðinn. Eftir að keppendum hafi verið afhent viðvörun hafi hlutirnir gengið betur fyrir sig. „Þetta var stærsta málið sem við lentum í,“ segir Guðjón Ebbi ánægður með hvernig til tókst í liðinni viku.
Hestar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira