4 laxar á land við opnun Grímsár Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2014 11:49 Bjarni Þórður með lax sem hann veidii í Grímsá í gær Veiði hófst í Grímsá í gær við frekar erfiðar aðstæður og mikla vatnavexti en þrátt fyrir það komu fjórir laxar á land. Allir laxarnir sem veiddust voru vænir tveggja ára laxar í góðum holdum en eitthvað meira sást af laxi sem var erfitt að fá upp í flugurnar. Áin hefur verið vatnsmikil og svolítið grænskoluð eins og aðrar ár í nágrenninu sökum mikilla rigninga og hefur það gert veiðimönnum erfitt fyrir. Sem dæmi um vatnavexti í ánni þá brast garður við Þingnesstrengi en það hefur ekki gert á þessum árstíma áður. Ekkert hefur orðið vart við smálax frekar en í öðrum ám sem er ekkert sérstaklega óeðlilegt miðað við árstíma eða aðstæður en þegar árnar bólgna mikið bíða smálaxagöngurnar oft eftir því að vatnið sjatni áður en þær ganga upp í árnar. Næsti straumur er 28. júní og dagarnir á undan á vikan á eftir gefa oft forsmekkinn af því hvernig sumarið kemur til með að þróast en miðað við seiðatalningar í ám á þessu svæði eru öll teikn a lofti um að ágætt meðalsumar sé í vændum. Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði
Veiði hófst í Grímsá í gær við frekar erfiðar aðstæður og mikla vatnavexti en þrátt fyrir það komu fjórir laxar á land. Allir laxarnir sem veiddust voru vænir tveggja ára laxar í góðum holdum en eitthvað meira sást af laxi sem var erfitt að fá upp í flugurnar. Áin hefur verið vatnsmikil og svolítið grænskoluð eins og aðrar ár í nágrenninu sökum mikilla rigninga og hefur það gert veiðimönnum erfitt fyrir. Sem dæmi um vatnavexti í ánni þá brast garður við Þingnesstrengi en það hefur ekki gert á þessum árstíma áður. Ekkert hefur orðið vart við smálax frekar en í öðrum ám sem er ekkert sérstaklega óeðlilegt miðað við árstíma eða aðstæður en þegar árnar bólgna mikið bíða smálaxagöngurnar oft eftir því að vatnið sjatni áður en þær ganga upp í árnar. Næsti straumur er 28. júní og dagarnir á undan á vikan á eftir gefa oft forsmekkinn af því hvernig sumarið kemur til með að þróast en miðað við seiðatalningar í ám á þessu svæði eru öll teikn a lofti um að ágætt meðalsumar sé í vændum.
Stangveiði Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Eystri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði