Ford opnar 88 söluumboð í Kína sama daginn Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 09:57 Ford á bílasýningu í Kína. Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent
Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent