Ford opnar 88 söluumboð í Kína sama daginn Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2014 09:57 Ford á bílasýningu í Kína. Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent
Það kæmi í sjálfu sér á óvart ef Ford hefði opnað alls 88 söluumboð í einu landi þetta ár, en að það hafi Ford gert einn og sama daginn er óvenjulegt. Það gerði Ford þó síðastliðinn fimmtudag. Með þeim eru sölustaðir Ford bíla orðnir 750 talsins í Kína. Flestir þessara nýju söluumboða eru í minni borgum Kína sem þó innihalda milljónir íbúa hver. Ford sniðgekk allra stærstu borgir Kína að þessu sinni, en þar hefði fyrirtækið mætt mikilli samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum og þess í stað einbeitt sér að borgum þar sem hún er minni. Þessari stefnu ætlar Ford að fara eftir á næstunni í Kína, þ.e. að koma sér fyrir á markaðssvæðum þar sem aðrir bílaframleiðendur eru ekki fyrir. Ford áætlar að áður en árið er liðið verði sölustaðir Ford bíla orðnir fleiri en 800 í Kína.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent