Stöðvum landflótta vits og strits Haraldur Guðmundsson skrifar 25. júní 2014 08:37 Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem hafa hrakist úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa þá lýst því hversu erfitt það er að lokka erlenda fjárfesta hingað til lands. Þeir vilji ekki festast með peningana sína á eyju sem er umlukin girðingu gjaldeyrishafta. Í sumum tilvikum eru höfuðstöðvarnar fluttar úr landi. Í öðrum er öll starfsemin flutt eða seld erlendum aðilum. Fréttir sem þessar voru sagðar á síðum Fréttablaðsins og Markaðarins í vetur. Í janúar var sagt frá því hvernig mörg fyrirtæki sem koma að þróun jarðvarmaverkefna um allan heim hefðu hrakist úr landi. Innlend þekking fékk þá erlent heimilisfang og buddur annarra ríkja græddu á íslensku striti. Þegar sögur sem þessar rata á síður blaðanna gera margir ráð fyrir að málum verði kippt í liðinn. Það hefur enn ekki gerst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði gjaldeyrishöftin ástæðu flutninganna. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt um daginn lokaðan fund fyrir fagfjárfesta og stjórnendur ellefu nýsköpunarfyrirtækja. Þangað mættu meðal annars forsvarsmenn GreenQloud, Kerecis, Nox Medical og Orf líftækni til að kynna sögu, framleiðslu og framtíðarmarkmið fyrirtækjanna. Markmið fundarins var að vekja fjárfestana og aðra til vitundar um hversu nauðsynlegt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hafa aðgang að innlendu fjármagni. Skráning á First North-markað Kauphallarinnar var þar nefnd sem einn valmöguleiki. En auðvitað þurfa valmöguleikarnir að vera fleiri ef koma á í veg fyrir að þessar þolinmóðu vonarstjörnur flýi til útlanda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám haftanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Tilefnið var ný Skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Í henni er bent á að uppgjör þrotabúa föllnu bankanna vegur þyngst í þeirri staðreynd að afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Í viðtalinu sagði ráðherra stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann við afnám haftanna. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Vonandi verða þessir stóru áfangar sem ráðherra talaði um nógu stórir til að koma í veg fyrir fleiri forsíðufréttir um landflótta íslensks vits og strits. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Guðmundsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa sagt fjölmargar fréttir af íslenskum fyrirtækjum sem hafa hrakist úr landi vegna gjaldeyrishaftanna. Stjórnendur fyrirtækjanna hafa þá lýst því hversu erfitt það er að lokka erlenda fjárfesta hingað til lands. Þeir vilji ekki festast með peningana sína á eyju sem er umlukin girðingu gjaldeyrishafta. Í sumum tilvikum eru höfuðstöðvarnar fluttar úr landi. Í öðrum er öll starfsemin flutt eða seld erlendum aðilum. Fréttir sem þessar voru sagðar á síðum Fréttablaðsins og Markaðarins í vetur. Í janúar var sagt frá því hvernig mörg fyrirtæki sem koma að þróun jarðvarmaverkefna um allan heim hefðu hrakist úr landi. Innlend þekking fékk þá erlent heimilisfang og buddur annarra ríkja græddu á íslensku striti. Þegar sögur sem þessar rata á síður blaðanna gera margir ráð fyrir að málum verði kippt í liðinn. Það hefur enn ekki gerst. Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að íslenska nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions þyrfti að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi. María Rúnarsdóttir, einn stofnenda fyrirtækisins, sagði gjaldeyrishöftin ástæðu flutninganna. Kauphöllin, Nasdaq OMX Iceland, hélt um daginn lokaðan fund fyrir fagfjárfesta og stjórnendur ellefu nýsköpunarfyrirtækja. Þangað mættu meðal annars forsvarsmenn GreenQloud, Kerecis, Nox Medical og Orf líftækni til að kynna sögu, framleiðslu og framtíðarmarkmið fyrirtækjanna. Markmið fundarins var að vekja fjárfestana og aðra til vitundar um hversu nauðsynlegt það er fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hafa aðgang að innlendu fjármagni. Skráning á First North-markað Kauphallarinnar var þar nefnd sem einn valmöguleiki. En auðvitað þurfa valmöguleikarnir að vera fleiri ef koma á í veg fyrir að þessar þolinmóðu vonarstjörnur flýi til útlanda. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi afnám haftanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Tilefnið var ný Skoðun Viðskiptaráðs Íslands. Í henni er bent á að uppgjör þrotabúa föllnu bankanna vegur þyngst í þeirri staðreynd að afnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Í viðtalinu sagði ráðherra stjórnvöld hafa nýtt tímann vel til að kortleggja vandann við afnám haftanna. „Ég er með væntingar um að það verði stórir áfangar stignir á þessu ári,“ sagði Bjarni. Vonandi verða þessir stóru áfangar sem ráðherra talaði um nógu stórir til að koma í veg fyrir fleiri forsíðufréttir um landflótta íslensks vits og strits.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun