Le Mans þolaksturinn á morgun Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2014 09:44 Toyota bíll mun ræsa fremstur á morgun. Á morgun hefst í 82. sinn hinn þekkti kappakstur í Le Mans í Frakklandi. Hann hefur þá sérstöðu að standa í 24 klukkustundir og því reynir mjög á á ökumenn og bíla og ekið í myrkri dágóðan hluta keppninnar. Bílar frá Audi hafa á undanförnum árum drottnað í kappakstrinum en útlit er fyrir að það gæti breyst að þessu sinni. Á æfingum fyrir keppnina hafa bílar frá Toyota og Porsche náð að skáka Audi bílunum. Það verður bíll frá Toyota sem ræsir fremstur á morgun en japanskur ökumaður hans, Kazuki Nakajama, náði besta tímanum á hinni 13 kílómetra langri braut. Það er einnig Toyota bíll sem ræsir þriðji, en á milli þeirra er svo bíll frá Porsche, en Porsche sendir nú loks lið í keppnina eftir 16 ára fjarveru. Svo til engu munaði á Porsche bílnum í öðru sætinu og Toyota bílsins í því fyrsta, eða aðeins 0,357 sekúndum. Tími Toyota bílsins sem fremstur verður á morgun var 3:21,789 mínúta. Audi bílarnir ræsa á morgun í fimmta, sjötta og sjöunda sæti. Audi varð fyrir áfalli á æfingum í gær þegar Loic Duval ók einum þriggja bíla þeirra í spað, en sem betur fer slapp hann sjálfur án teljandi meiðsla. Læknar hafa þó bannað honum að taka þátt í akstrinum á morgun og mun annar ökumaður leysa hann af hólmi. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent
Á morgun hefst í 82. sinn hinn þekkti kappakstur í Le Mans í Frakklandi. Hann hefur þá sérstöðu að standa í 24 klukkustundir og því reynir mjög á á ökumenn og bíla og ekið í myrkri dágóðan hluta keppninnar. Bílar frá Audi hafa á undanförnum árum drottnað í kappakstrinum en útlit er fyrir að það gæti breyst að þessu sinni. Á æfingum fyrir keppnina hafa bílar frá Toyota og Porsche náð að skáka Audi bílunum. Það verður bíll frá Toyota sem ræsir fremstur á morgun en japanskur ökumaður hans, Kazuki Nakajama, náði besta tímanum á hinni 13 kílómetra langri braut. Það er einnig Toyota bíll sem ræsir þriðji, en á milli þeirra er svo bíll frá Porsche, en Porsche sendir nú loks lið í keppnina eftir 16 ára fjarveru. Svo til engu munaði á Porsche bílnum í öðru sætinu og Toyota bílsins í því fyrsta, eða aðeins 0,357 sekúndum. Tími Toyota bílsins sem fremstur verður á morgun var 3:21,789 mínúta. Audi bílarnir ræsa á morgun í fimmta, sjötta og sjöunda sæti. Audi varð fyrir áfalli á æfingum í gær þegar Loic Duval ók einum þriggja bíla þeirra í spað, en sem betur fer slapp hann sjálfur án teljandi meiðsla. Læknar hafa þó bannað honum að taka þátt í akstrinum á morgun og mun annar ökumaður leysa hann af hólmi.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent