Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2014 13:00 Stefán Sigurðsson með fallegan lax úr Blöndu í fyrra Samkvæmt tölum frá Landssambandi Veiðifélaga frá því á miðvikudaginn er veiðin í Norðurá og Blöndu mjög jöfn. Norðurá var í 37 löxum en Blanda í 34 en þessar tölur eru síðan á miðvikudag og báðar árnar eru komnar yfir 50 laxa í dag. Það sem aftur á móti skekkir niðurstöðuna er að það er aðeins veitt á 4 stangir í Blöndu en 8 stangir eins og er í Norðurá og þeim á eftir að fjölga í báðum ánum þegar lengra líður inná tímabilið. Mesta veiðin í Blöndu er á svæði I en þegar áin helst tær langt inní ágúst eða september er veiðin oft feykilega góð á svæðum III og IV. Minna er þó veitt á svæði II en það er langt og veiðistaðir þar margir en engu að síður er veiðivon þar góð. Norðurá hefur lengi verið þekkt fyrir gríðarlegar sterkar smálaxagöngur þegar líður á júní og er óhætt að segja að þegar þær hella sér inn í ánna verða hyljir hennar bláir af laxi. Þar sem það er svo stutt liðið á tímabilið er erfitt að spá nokkru fyrir um framhaldið en ástand laxsins úr sjó veit þó á gott varðandi framhaldið. Stangveiði Mest lesið Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Urriðadans við Öxará á morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði
Samkvæmt tölum frá Landssambandi Veiðifélaga frá því á miðvikudaginn er veiðin í Norðurá og Blöndu mjög jöfn. Norðurá var í 37 löxum en Blanda í 34 en þessar tölur eru síðan á miðvikudag og báðar árnar eru komnar yfir 50 laxa í dag. Það sem aftur á móti skekkir niðurstöðuna er að það er aðeins veitt á 4 stangir í Blöndu en 8 stangir eins og er í Norðurá og þeim á eftir að fjölga í báðum ánum þegar lengra líður inná tímabilið. Mesta veiðin í Blöndu er á svæði I en þegar áin helst tær langt inní ágúst eða september er veiðin oft feykilega góð á svæðum III og IV. Minna er þó veitt á svæði II en það er langt og veiðistaðir þar margir en engu að síður er veiðivon þar góð. Norðurá hefur lengi verið þekkt fyrir gríðarlegar sterkar smálaxagöngur þegar líður á júní og er óhætt að segja að þegar þær hella sér inn í ánna verða hyljir hennar bláir af laxi. Þar sem það er svo stutt liðið á tímabilið er erfitt að spá nokkru fyrir um framhaldið en ástand laxsins úr sjó veit þó á gott varðandi framhaldið.
Stangveiði Mest lesið Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Frábær opnun í Hítará: 11 stórlaxar af 16 Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Vorveiði í Soginu getur gefið fína veiði Veiði Fyrstu laxarnir eru mættir í Elliðaárnar Veiði Ný bók um rjúpnaveiði Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Urriðadans við Öxará á morgun Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði