1.193 nýir bílar í júní Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 12:44 Toyota bílar hafa selst vel í þessum mánuði. Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent
Áframhaldandi góða sala er á bílum í þessum mánuði líkt og undanfarna mánuði en sala til bílaleiga vegur mikið í sölutölunum. Virkir dagar í mánuðinum hingað til eru aðeins 9 talsins þar sem síðasti mánudagur var annar í Hvítasunnu. Alls hafa þó selst 1.93 nýir fólksbílar og hafa Toyota bílar selst mest, eða 170 bílar. Volkswagen bílar koma næstir eða 144 talsins og Suzuki með 142 bíla. Þar á eftir koma bílamerkin Chevrolet (120), Hyundai (92), Skoda (83), KIA (78), Renault (68), Ford (48) og Ssangyong (32). Mercedes Benz er langsöluhæst lúxusbílamerkjanna með 30 selda bíla á þessum fyrstu tveimur vikum júní. Á sama tíma hafa selst 15 Land Rover/Range Rover bílar, 7 BMW og 7 Audi bílar, 3 Volvo bílar, 2 Tesla bílar og 1 Porsche. Einnig hafa á þessum dögum selst 34 sendibílar, 8 hópferðabílar og 2 vörubílar, báðir frá Mercedes Benz.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent